Sigmundur Davíð virðist reyna, að skauta framhjá sannleikanum í pólitískum tilgangi

  • Málflutningur Sigmundar Davíðs er afhjúpaður algjörlega. Hann er eins og spunarokkur og blaðrar bara eins og honum hentar að hans mati.

Ásmund­ur G. Vil­hjálms­son­ aðjúnkt við viðskiptafræðideild Há­skóla Íslands og sér­fræðing­ur í skatta­rétti seg­ir erfitt að meta hvaða af­leiðing­ar úr­sk­urður yf­ir­skatta­nefnd­ar varðandi skatt­greiðslur vegna fé­lags­ins Wintris.

Félagsins á Tortóla sem er í eigu Önnu Sig­ur­laug­ar Páls­dótt­ur, eig­in­konu Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar, fyrr­ver­andi for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins og stofn­anda Miðflokks­ins, hef­ur fyr­ir þau hjón­in per­sónu­lega, enda sé skatt­breyt­inga­seðill ekki birt­ur með úr­sk­urðinum.

„Mestu máli skipt­ir að hann stofnaði þarna fé­lag, hann duldi til­vist þess, taldi fram með röng­um hætti og svo þegar hann var tek­inn í ból­inu þá var allt sett á fullt að skila inn nýj­um skatt­fram­töl­um. Þannig er það bara,“ seg­ir Ásmund­ur og vís­ar þar til Sig­mund­ar.

  • Það sem skiptir sköpum í þessu máli eru ný lög frá 2010 sem tóku gildi hér á landi til höfuðs af­ands­fé­lög­um sem kveða á um að tekj­ur er­lendra fyr­ir­tækja í lág­skatta­ríkj­um beri að skatt­leggja hjá eig­end­um þeirra.

Ásmund­ur tel­ur harla ólík­legt að Sig­mund­ur og Anna Sig­ur­laug hefðu óskað eft­ir leiðrétt­ingu á skatt­fram­töl­um sín­um nema vegna þess að upp komst um til­vist fé­lags­ins á Bresku Jóm­frúreyj­un­um.

Enginn veit hvaða breyting var á sköttum þeirra hjóna. Það geta þess vegna verið hreinir smáaurar miðað við þær upphæðir sem voru í felum og ekki taldar fram til skatts.

Aðjúnkt við HÍ og sérfræðingur í skattarétti segir erfitt að meta hvaða afleiðingar úrskurður yfirskattanefndar varðandi skattgreiðslur vegna félagsins Wintris, sem er í eigu Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs Sigmundssonar…
MBL.IS
 

mbl.is Úrskurðurinn hafi almennt fordæmisgildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband