3.10.2017 | 16:16
Sigmundur Davíð virðist reyna, að skauta framhjá sannleikanum í pólitískum tilgangi
- Málflutningur Sigmundar Davíðs er afhjúpaður algjörlega. Hann er eins og spunarokkur og blaðrar bara eins og honum hentar að hans mati.
Ásmundur G. Vilhjálmsson aðjúnkt við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og sérfræðingur í skattarétti segir erfitt að meta hvaða afleiðingar úrskurður yfirskattanefndar varðandi skattgreiðslur vegna félagsins Wintris.
Félagsins á Tortóla sem er í eigu Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins og stofnanda Miðflokksins, hefur fyrir þau hjónin persónulega, enda sé skattbreytingaseðill ekki birtur með úrskurðinum.
Mestu máli skiptir að hann stofnaði þarna félag, hann duldi tilvist þess, taldi fram með röngum hætti og svo þegar hann var tekinn í bólinu þá var allt sett á fullt að skila inn nýjum skattframtölum. Þannig er það bara, segir Ásmundur og vísar þar til Sigmundar.
- Það sem skiptir sköpum í þessu máli eru ný lög frá 2010 sem tóku gildi hér á landi til höfuðs afandsfélögum sem kveða á um að tekjur erlendra fyrirtækja í lágskattaríkjum beri að skattleggja hjá eigendum þeirra.
Ásmundur telur harla ólíklegt að Sigmundur og Anna Sigurlaug hefðu óskað eftir leiðréttingu á skattframtölum sínum nema vegna þess að upp komst um tilvist félagsins á Bresku Jómfrúreyjunum.
Enginn veit hvaða breyting var á sköttum þeirra hjóna. Það geta þess vegna verið hreinir smáaurar miðað við þær upphæðir sem voru í felum og ekki taldar fram til skatts.
Úrskurðurinn hafi almennt fordæmisgildi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 16:31 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.