Spánverjar hafa ríkari verkfallsrétt en íslendingar

Samkvæmt íslenskum lögum nr 80/1938 eða Vinnulöggjöfin segir orðrétt:
í  ,,14. gr. Heimilt er stéttarfélögum, félögum atvinnurekenda og einstökum atvinnurekendum að gera verkföll og verkbönn í þeim tilgangi, að vinna að framgangi krafna sinna í vinnudeilum, og til verndar rétti sínum samkvæmt lögum þessum, með þeim skilyrðum og takmörkunum einum, sem sett eru í lögum".

 17. gr. Óheimilt er og að hefja vinnustöðvun: 
    1. Ef ágreiningur er einungis um atriði, sem Félagsdómur á úrskurðarvald um, nema til fullnægingar úrskurðum dómsins. 
    2. Ef tilgangur vinnustöðvunarinnar er að þvinga stjórnarvöldin til að framkvæma athafnir, sem þeim lögum samkvæmt ekki ber að framkvæma, eða framkvæma ekki athafnir, sem þeim lögum samkvæmt er skylt að framkvæma, enda sé ekki um að ræða athafnir, þar sem stjórnarvöldin eru aðili sem atvinnurekandi. Gildandi lög um opinbera starfsmenn haldist óbreytt þrátt fyrir þetta ákvæði. 
    3. Til styrktar félagi, sem hafið hefur ólögmæta vinnustöðvun

verkföll í Barsilóna

Á Íslandi er óheimilt að beita verkfallsvopninu til að hafa áhrif á löggjafann eða á ríkisvaldið ólíkt því sem gerist í mörgum lýðræðislegum vestur Evrópuríkjum.

Íslenskur verkfallsréttur hefur iðulega verið skertur síðan gömlu lögin voru sett 1938 og er enn í gangi alvarleg tilraun til þess. Er þá átt við ,,Salek" fyrirbærið sem á að takmarka samnings- og verkfallsrétt einstakra verkalýðsfélaga mjög alvarlega.

Á tímum einu vinstri stjórnarinnar á Íslandi fóru samtök atvinnurekenda ansi nálægt því að brjóta íslensk lög í þessu efni. Nægir að nefna þegar útgerðarmenn sigldu skipum sínum til Reykjavíkur og áhafnir þeirra voru látnar fara á Austurvöll í vinnugallanum. 

 


mbl.is Allsherjarverkfall í Katalóníu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband