Hvert er þá skattahlutfall ríkasta 10% þjóðarinnar

  •  „Eign­astaða Íslend­inga batnaði á síðasta ári líkt og árið á und­an. Þeir rík­ustu, 10% þjóðar­inn­ar, eiga alls um 62% allra eigna um­fram skuld­ir eða 2.100 millj­arða króna“. Segir í frétt Moggans.

peningar

Spurningin vaknar þá óhjákvæmilega um hversu hátt hlutfall þessi sami hópur skorar í skattagreiðslum til samfélagsins að undanteknum þjónustugjöldum eins og fasteignagjöldum. Væntanlega er eðlilegt að hlutfallið væri svipað.

En það er auðvitað ekki þannig, af þeirri einföldu ástæðu að í landinu er verulegt skattamisrétti eins og nýleg skýrsla ASÍ staðfestir svo sannarlega.

En skattar á láglaunafólki hafa hækkað síðan á 10. áratug síðustu aldar. Undantekningin frá þessari þróun var þegar skattar voru þrepaskiptir á árunu 2009 til 2014.

Í þessu tilefni er mikilvægt að minnast á fjármagnstekjuskattinn sem skapar stóran hlut af þessu skattamisrétti.

Það er gjarnan eignarfólkið í landinu sem greiðir sína skatta í gegnum það fyrirkomulag og þá af nettótekjum. Það er nauðsynlegt að jafna kjörin að þessu leiti og að allir greiði útsvar en ekki bara sumir.

Launafólk greiðir skatta af brúttó-launum

Skatthlutfall einstaklinga í staðgreiðslu 2017

Af tekjum 0 – 834.707 kr. 36,94%
Af tekjum yfir 834.707 kr. 46,24%
Skatthlutfall barna (fædd 2002 eða síðar) af tekjum umfram 180.000 kr. á ári. 6%
Persónuafsláttur á mánuðikr.52.907
Persónuafsláttur á ári kr.634.880

Fyrir utan þessa skatta greiðir launafólk 15,5% af umsömdum brúttó-launum sínum í lífeyrissjóð sem er flatur skattur. Síðan greiðir launafólk einnig nær 7% af brúttó-launum sínum í tryggingagjöld sem einnig er flatur skattur. 

Allir þegnar þjóðarinnar greiða skatta af tekjum sínum breytit þá engu hversu miklar þær eru. Allir þegnar njóta persónuafsláttar og breytir engu hversu miklar tekjur manna eru. Sama má segja um mismunandi skattaþrep. 


mbl.is 10% eiga 2.100 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband