Stjórnsýsluhættir fortíðar.

  • Eftir að Alþingi er í raun slitið kemur Jón Gunnarsson samgönguráðherra og tilkynnir að hann hafi breytt þjóðvegi 1. Án þess að þingið hafi tekið ákvöðrun um það. Án nokkurrar umræðu á hinu háa Alþingi.

Jón Gunnarsson

Nú eru alþingismenn og aðrir stjórnmálamenn komnir í bullandi kosningabaráttu. Meðulin eru svo sannarlega ekki alltaf vönduð. Eins og sjá má af eftirfarandi:

„Ég svaraði bréf­inu á þá leið að öll­um þing­mönn­um væri frjálst að afla sér upp­lýs­inga um slík mál hjá fram­kvæmda­vald­inu og benti hon­um á að tala ein­fald­lega beint við ráðherr­ann um þessi mál.

Það lægi bein­ast við,“ seg­ir Val­gerður Gunn­ars­dótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og formaður um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar Alþing­is, í sam­tali við mbl.is.

  • Nú er bara snúið út úr og formaðurinn segist bara ekki tala við seglskip.

Það á auðvitað ekki að gefa Píratanum tækifæri til að gera mál úr þessu. Ráðuneytið sem er troðið af embættis-mönnum skipuðum af gamla valdaflokknum stendur auðvitað með sínum ráðherra.

Valgerður GunnarsdóttirÞað má vera að þetta sé skynsamleg ákvörðunum það veit ég ekkert um, en stjórnsýslan er gjörsamlega óbjóðandi.

Þetta er auðvitað 70 ára aðferð gamla valdaflokksins við stjórn mála á Íslandi. Gefnar eru tilskipanir á báða bóga.

Háttarlag hins sterka stjórnmálamanns. Íslendingar hafa slæma reynslu af slíkum mönnum. 

 


mbl.is Eðlilegt að tala við ráðherrann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband