7.10.2017 | 20:37
Verðtrygging lána
- Það er auðvitað eðlilegt að fólk greiði lánin sín að fullu til baka að sama verðmæti og þegar fólk tók lánin
* - Síðan er spurning hvort viðmiðin séu rétt og það er auðvitað eitthvað sem nauðsynlegt er að rannsaka reglulega af hlutlausum aðilum.
Bankavextir voru gefnir frjálsir í maí mánuði 1983 með bráðabirða lögum er síðar voru staðfest af Alþingi. Þetta gerðist þegar Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur mynduðu ríkisstjórn. Í lögunum er í raun og í greinargerð með þeim er beinlínis gert ráð fyrir því að vextir yrðu verðtryggðir.
Á þessum tíma var ég algjör andstæðingur verðtryggðra lána vegna þess, að með þessum sömu lögum var bannað að verðtryggja kjarasamninga. Verðtryggja mátti alla aðra viðskiptasamninga en kjarasamninga.
Mér hefur snúist hugur, einfaldlega vegna þess að bankavextir verða alltaf verðtryggðir, ef ekki með vísitölutengingu þá með hækkuðum vöxtum.
Hitt er auðvitað staðreynd að vextir ofaná verðtryggingu eru allt of háir. Fyrst þegar Jóhannes Nordal tók að tala fyrir verðtryggingu lána taldi hann eðlilegt að árs vextir 1 til 1,5%.
Það var það viðmið sem menn höfðu í huga þegar þessi vísitölu trygging var tekin upp. En íslenskir bankar hafa í raun stundað okur vaxtastefnu án þess að nokkrir hafi andmælt því.
Vígstaða ASÍ í kjaramálum gjörbreyttist við þessa breytingu. Nú var ekki lengur hægt að knýja fram heildarlaunahækkanir því þær voru óðara teknar til baka með hækkun á húsnæðislánum fólks. Skömmu síðar ákváðu lífeyrissjóðir að þeir þyrftu að fá 3,5% ársávöxtun.
Ef þessir drengir þiggja lán frá sínum lífeyrissjóði, geta þeir tæplega ætlast til þess að aðrir niðurgreiði vexti af lánum þeirra með skertum lífeyri.
Verði á tánum en ekki hnjánum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 20:51 | Facebook
Athugasemdir
Ef fjármagnið er verðtryggt, þá eiga kjarasamningar sömuleiðis að vera verðtrygggðir, allir vita hvað kæmi útúr því dæmi. Þannig að eina skinsamlega lausnin er að afnema verðtrygginguna algjörlega, og taka upp vaxtastefnu í átt að því sem gerist á Norðurlöndunum, með bindiskyldu er hægt að hafa stjórn á hagsveiflum. Íslensk fyrirtæki geta til að mynda ekki keppt við td. Norskan sjávarútveg sem fjármagnaður er af margfallt lægri vöxtum, svo ekki sé nú talað um íslensk heimili.
Jón Ólafur (IP-tala skráð) 7.10.2017 kl. 21:39
Hvað áttu við með bindiskyldu? Hefur það einhver áhrif á lánskjör hjá fólki?
Kristbjörn Árnason, 7.10.2017 kl. 21:47
Nokkrar athugasemdir við þær forsendur sem koma fram hjá þér:
"Það er auðvitað eðlilegt að fólk greiði lánin sín að fullu til baka að sama verðmæti"
Vissulega, en í hvaða verðmæli? Þegar slíkur samningur er gerður hlýtur að vera eðlilegt að endurgreiðslan miðist við sama verðmæli og lánið. Svo er ekki í verðtryggða lánakerfinu.
"Síðan er spurning hvort viðmiðin séu rétt og það er auðvitað eitthvað sem nauðsynlegt er að rannsaka reglulega af hlutlausum aðilum."
Hárrétt og þarna kemurðu eiginlega að kjarna málsins. Ef verðmælirinn er bilaður þá þarf að sjálfsögðu að laga hann. Þar stoðar ekki að henda honum og taka upp annan sem er líka ónýtur, heldur þarf að ráðast í að bera kennsl á í hverju bilunin felst og lagfæra þann hluta mekanismans sem virkar ekki sem skyldi. Í þessu tilfelli er það sjálft peningakerfið, og þá er ég ekki að tala um krónuna neitt sérstaklega því hún byggir á sama brotaforðakerfinu og notað er í öðrum peningakerfum meðal annars þeim evrópsku og amerísku. Það er setja einhverskonar plástur á sem kallast verðtrygging og setja hann bara á lánin, lagar alls ekki það sem er að grunngerð kerfisins. Þvert á móti eykur slík hrákasmíði við óstöðugleika kerfisins, eins og rannsóknir sýna en um þær má vísa til skrifa Dr. Ólafs Margeirssonar og Dr. Jacky Mallett sem hafa krufið meinið betur til mergjar en nokkrir aðrir sérfræðingar.
Eins og kom fram á fundinum sem viðtengd frétt fjallar um, eru verðtryggð lán ekki skilyrði fyrir því að hægt sé að greiða verðtryggðan lífeyri sbr. Bretland og fleiri lönd. Það er líka þjóðsaga að bein tengsl séu milli 3,5% ávöxtunarkröfu lífeyrissjóða og verðtryggðra útlána. Ávöxtunarkrafan er bara uppgjörsviðmið sem segir til um hvort afkoman er yfir eða undir en sú afkoma er ekki beinlínis háð því að á hinum endanum séu verðtryggðir skilmálar, raunverulegur tekjur lífeyrissjóða koma af allskonar hlutum bæði verðtryggðum og óverðtryggðum. Það er líka þjóðsaga að verðtryggðar fjárfestingar séu áhættulausar, til dæmis töpuðust hundruðir milljarða slíkra lána til fyrirtækja í hruninu en ekkert tryggði það tap. Aftur á móti töpuðu lífeyrissjóðirnir nánast engum lánum til heimila í hruninu því þau voru undantekningalaust á fyrsta veðrétti og auk þess lítill hluti heildareigna lífeyrissjóðanna.
Afnám verðtryggingar mun ekki hafa neinar neikvæðar afleiðingar í för með sér, nema kannski tímabundin sálræn áhrif á kerfiskalla sem af rótgróinni raunvaxtafíkn sinni eiga erfitt með að sjá fyrir sér líf án verðtryggingar. Þeim fámenna hópi verður eflaust hægt að bjóða upp á viðeigandi endurhæfingu en að öðru leyti mun kerfið laga sig að breytingunni og eðlilegu jafnvægi á ný eftir að þessir helstu sveifluvakar hafa verið teknir úr sambandi. Með sveifluminna kerfi í kjölfarið verður svo lítið mál að halda áfram með hóflegt vaxtastig.
Guðmundur Ásgeirsson, 7.10.2017 kl. 22:04
Hækkun stýrivaxta Seðlabankans hefur áhrif á lánskjör hjá almenningi, bankarnir hækka útlánsvexti. Byndi skylda er það þegar Seðlabankar eru hræddir við verðbólgu þá eru bankarnir látnir binda svo og svo mikið fjármagn hjá Seðlabankanu á bundnum reikningi á lágum vöxtum, á ekki að hafa áhrif á útlánsvexti til almennings,en á Íslandi hefur Seðlabankinn notað stýrivexti, til að þóknast fjármagnseigendum, sem öllu stjórna í þessu landi, engin er að tala um neikvæða vexti á sparifé, á Norðurlöndunum er mjög gott að fá 1% vexti, og á Íslandi væri hægt að vera sáttur með 2% raunávöstun.
Jón Ólafur (IP-tala skráð) 7.10.2017 kl. 22:18
Jón Ólafur. Mér sýnist þú vera að misskilja tilgang og virkni bindiskyldu. Hún hefur nákvæmlega ekkert með verðbólgu að gera.
Guðmundur Ásgeirsson, 7.10.2017 kl. 22:34
Og jú, ef bankarnir eru of gráðugir í útlánum á verbólgu tímum, þá dregur bindiskyldan úr útlánum bankanna, svo einfalt er það nú.
Jón Ólafur (IP-tala skráð) 7.10.2017 kl. 22:39
,, Ávöxtunarkrafan er bara uppgjörsviðmið sem segir til um hvort afkoman er yfir eða undir en sú afkoma er ekki beinlínis háð því að á hinum endanum séu verðtryggðir skilmálar, raunverulegur tekjur lífeyrissjóða koma af allskonar hlutum bæði verðtryggðum og óverðtryggðum".
Þetta er meira en við Guðmundur, ég hlustaði á Pétur er hann gerði grein fyrir niðurstöðum sínum eftir greiningu sína um ávöxtunarþörf sjóðanna og tók þátt í umræðunum um þau mál. Hann sagði blákalt að sjóðirnir yrðu að fá 3,5% árlega ávöxtun á sínu fé að meðaltali. En auðvitað náður þeir ekki alltaf þessari ávöxtun eða kanski sjaldnast. En þetta var grunnviðmiðið þegar launafólk átti í hlut. Líklega hafa það verið kjörin sem Íbúðalánasjóður naut. Rétt er það að sjóðirnir töpuðu ekki á því að lána launafólki.
Bankarnir að óbreytum lögum ná alltaf verðtryggingu á útlánum + vexti og kostnað. Með verðtryggingu ættu vextir að vera lágir. En annars bara háir vextir.
Við erum nánast sammála Guðmundur og nauðsynlegt er að rannsaka viðmiðin reglulega af hlutlausum aðilum svo fólk geti treyst því að þau séu rétt og sanngjörn.
Kristbjörn Árnason, 7.10.2017 kl. 23:40
Rétt er sanngjarnt. Það sem við búum núna við er bara rangt.
Guðmundur Ásgeirsson, 7.10.2017 kl. 23:49
Ef forystumenn í verkalýðshreyfingunni segja opinberlega að leggja eigi niður vísitöluverðtryggingu á lánum, verða þeir að segja hvað eigi að koma í staðinn.
Vilja þeir að sett verði í lög hvað bankavextir megi vera að hámarki vera eins og var fyrir 1983.
Við vitum að vextir eru of háir á verðtryggðum lánum
Kristbjörn Árnason, 8.10.2017 kl. 16:29
Þetta er MJÖG góð grein há þér og er ég sammála hverju einasta orði þarna. Vísitölutrygging lána er því sem næst óhjákvæmileg og ef vísitölutryggingin "hverfur" þá verða bara HÆRRI vextir. En það sem er alveg rétt er að vextir OFANÁ vísitölu ERU ALLT OF HÁIR. Jóhannes Nordal fyrrum Seðlabankastjóri sagði það að vextir OFANÁ verðtryggingu ÆTTU ALDREI AÐ VERA HÆRRI ER 2 - 2,5% og held ég að því séu flestir sammála. En ég er sannfærður um það að neysluvísitalan sé ekki að gefa rétta mynd af neyslu landsmanna og sé EKKI réttur mælikvarði á verðbólguna.
Jóhann Elíasson, 8.10.2017 kl. 18:13
Takk fyrir Jóhann, þegar ég er að fjalla um þessa blessuðu verðtryggingu er ég að ræða um langtímalán fyrst og fremst. Ég skil ekki þörfina fyrir verðtryggingu á skammtímalánum, eða á viðskiptaskuldum til skamms tíma og það í lítilli verðbólgu.
Í byrjun sagði Jóhannes að ofan á verðtryggingu dygðu 1 - 1,5% og síðan hækkaði hann þess viðmið upp í 2 - 2,5% vexti. En á þessum tíma voru ekki öll þessi þjónustugjöld í bönkunum. En með bráðabirðalögunum í maí 1983 tvöfölduðust vextir bankanna sem var auðvitað rosalegur skellur.
Kristbjörn Árnason, 8.10.2017 kl. 22:40
Þessi miklu "þjónustugjöld" hjá bönkunum réttlæta engan vegin þessa himinháu vexti ofaná verðtrygginguna. Það sér hver heilvita maður að þegar búið er að taka ALLA áhættu og kostnað við lánveitinguna út, þá eru 7-9% vextir OFANÁ verðtryggingu EKKERT ANNAÐ EN GLÆPUR.
Jóhann Elíasson, 9.10.2017 kl. 09:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.