17.10.2017 | 18:05
Aumkunarverð óskhyggja Össurar
- Þetta er bara óskhyggja hjá Össurri blessuðum kallinum sem er dottinn út af þingi
* - þessum sem dró Samfylkinguna til hægri og eyðilagði flokkinn.
Sá er munurinn á Samfylkingunni og VG er að Samfylking getur ekki tekið þátt í ríkisstjórn án VG enda gefur Sam það í skyn að það muni hún gera eftir kosningar og því eykst þeirra fylgi.
VG hefur getu til mynda ríkisstjórn öðrum flokkum fái hún það fylgi sem hreyfingunni er spáð og þarf lítið að gefa eftir af stefnumálum sínum við slíkar aðstæður.
Þá er það alveg öruggt að VG með sterkt fylgi mun ekki hafa frumkvæði að því að sótt verði um aðild að ESB umfram það sem þjóðin er þegar inn vinkluð inn í ríkja og tollabandalagið.
Grasrót VG leyfir það ekki frekar enn að VG fari í stjórn með Sjálfstæðisflokki.
En eitt er þó í stefnu VG sem er, að ef til umræðu kæmi að sækja um aðild enn að nýju verður þjóðin spurð um hvort hún vill það.
Það er hin lýðræðislega leið lýðræðislegra flokka. Leið Sjálfstæðisflokks og fleiri flokka forsjárhyggju er aðferð gömlu valda- og hagsmunagæslu flokkanna.
Össur segir kjósendur VG vilja í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 20:58 | Facebook
Athugasemdir
Ef VG kemst til valda verður fróðlegt sjá hvort þau muni láta vilja þjóðarinnar koma fram í þjóðaratkvæðagreiðalu um þetta málefni.
Guðmundur Ásgeirsson, 17.10.2017 kl. 18:20
Það er eina leiðin Guðmundur. Það er bara nauðsynlegt að þjóðin taki ákvarðanir í þessu máli. Alþingi getur ekki átta hafa ákvörðunarvaldið í þessu máli eða einhver ríkisstjórn með litlum meirihluta. Það er bara fráleitt.
Kristbjörn Árnason, 17.10.2017 kl. 18:32
Sammála þessu.
Guðmundur Ásgeirsson, 17.10.2017 kl. 18:43
Ósköp er ég nú hrædd um, að þetta séu eintómar illúsjónir hjá Össuri blessuðum. Hins vegar bendi ég á, að hann hefur nú ekki verið einn um það að eyðileggja flokkinn, því að hann hefur haft iðna hjálparkokka í þeim efnum í Ráðhúsi Reykjavíkur, þar sem Dagur og Holu-Hjálmar eru annars vegar. Þeir eru á góðri leið með að jarða flokkinn, og ég stend fast á þeirri skoðun minni, að Dagur megi þakka fyrir að komast einn inn að vori komanda. Hjálmar á ekki sjens, þar sem það má varla minnast á hann aukheldur meira við nokkurn mann. Varðandi ESB-ruglið held ég ég fari að segja eins og Jón Bjarnason, fv. alþingismaður, og formaður Heimssýnar, sagði einu sinni í grein, að það fari nú að minna helst á Fróðárundrin(selshausinn, sem kom alltaf upp á nýjum og nýjum stað, hvernig sem hann var laminn niður). Ég botna ekkert í þeim, sem eru að láta sig dreyma um ESB-aðild, eins og ástandið er þar á bæ núna. Þetta fólk virðist vera algerlega veruleikafirrt, svei mér þá. Þetta er bókstaflega ekki hægt. Ég tek nú lítið mark á skoðanakönnunum, og sérstaklega ekki frá 365 miðlum og Félagsvísindastofnun, því að það er engu líkara, en þeir hafi félaga- og kjósendaskrár VG og Samfó við hendina, þegar þeir eru að gera þessar kannanir, enda eru kannanir Félagsvísindastofnunar nánast allar eins, og ekki við öðru að búast, þar sem Baldur Þórhallsson og Röskvulið hans er annars vegar. Við verðum bara að vona, að fólk sé skynsamara en svo að kjósa vinstri óstjórn yfir sig með öllum þeim hörmungum, sem því fylgir. Ein slík stjórn er nóg. Segi ekki annað.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 17.10.2017 kl. 19:05
Guðbjörg, ég vil ekki tala illa um menn heldur fara í vinnubrögð og atferli. Samfylkingin breyttist úr því að skikkanlegur vinstri flokkur á formannstíma Össurar í að vera miðjuflokkur. Flokkurinn færðist jafnvel yfir miðjuna með tilkomu Ingibjargar Sólrúnar er fór í koddahjalið með Geir Haarde. Dagur og síðan Hjálmar eru auðvitað handvaldir af henni.
Leiðtogar Samfylkingarinn þorðu ekki að vera vinstri menn og gerð var uppreisn af vinstri arminum í þessum flokki og kom í ljós að flokkurinn var klofinn í tvo jafna hluta. Núverandi formaður hefur lagt áherslu á vinstri stjórn sem virðist hafa gefið flokknum nokkurn vind í seglinn.
Hægra liðið er greinilega komið í ákveðna fýlu og virðast ekki þola fylgisaukningu flokksina vegna vinstri áherslana sen nú er í gangi. Samfyllkingin hefur enga stöðu til þess að gera kröfur um umsókn í ríkja- og tollbandalagið til þess vantar þeim styrk. Ef VG kemur sterkt út úr kosningunum verður ekki farið í umsókn.
Kristbjörn Árnason, 17.10.2017 kl. 20:26
Sæl öll, það er vonandi merki um að pólítíkin sé að ná einhverri heilsu ef flokkarnir fara að greina sig betur í sundur og hætta að reyna að fiska í sama pollinum og standa fastir á þeirri stefnu sem þeir boða, og svo er náttúrulega gott fyrir samfélgið að tekist sé fast á um málin á málefnanlegum grunni, það hefur stundum litið út eins og allir séu að reyna að hafa alla góða en það er slæm pólitik.
Hrossabrestur, 18.10.2017 kl. 07:23
Hvað varðar ESB aðild er aðeins ein spurning sem kjósendur eiga að svara: "Viltu ESB aðild" - já eða nei. Niðurstaðan myndi svo skera úr um hvort uppvakninginn ætti að jarða eða gefa nýtt líf. Hitt er svo athyglisvert, Kristbjörn, að afstaða VG til ESB aðildar velti á kosninganiðurstöðum til þings. Á hún að heita loforð eða hótun?
Kolbrún Hilmars, 18.10.2017 kl. 15:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.