18.10.2017 | 09:49
Hér glampar á skattamisréttið
- Það er ekki undarlegt að eigendur atvinnufyrirtækja á Íslandi séu viðkvæmir fyrir sköttum eins og auðlegðarskatti og auknum skatti á mjög stórar eignir
* - Eini tekjuhópurinn á Íslandi sem nýtur allra persónuafslátta til frádráttar á sköttum er þeir sem eru í hæsta tekjuhópnum
* - Það ætti öllum að vera ljóst, að bæði Fréttablaðið ásamt 365-miðlum og Morgunblaðið hafa alltaf staðið með Sjálfstæðisflokknum í öllum sínum málflutningi gegn réttlátum kröfum launafólks á Íslandi um jafnrétti í skattamálum. .
Því þessi hópur, atvinnurekendur eða fjárfestar þ.e.a.s. þeir sem eiga atvinnufyrirtækin í landinu og eru oft ekki starfsmenn þeirra greiða aðeins kr. 28,5 í fjármagnstekjuskatt samkvæmt áætlun fyrir 2018.
En þessi hópur fólks hefur megintekjur sínar af fjárfestingum sínum í gegnum eignarhaldsfélög og fjárfestingasjóði. Þeirra tekjur bera aðeins 20% heildarskatt.
Það er launfólk sem greiðir skattana á Íslandi en ekki fyrirtækin sjálf sem slík og eigendur þeirra. En það er réttlætismál að það skattamisrétti sem þrífst á Íslandi verði afnumið jafnvel þótt það skili ekki því fjármagni strax og bæti úr skaða í hvelli sem áratuga skattamisrétti hefur valdið.
Fyrirtæki og eigendur þeirra greiða aðeins skatta af nettótekjum og ekkert útsvar. Á meðan launfólk greiðir skatta af brúttótekjum og flata skatta eins og útsvar, tryggingagjöldin tæp 7% af brúttólaunum og t.d. 15,5% af brúttólaunum í lífeyrissjóðaskattinn, í því liggur aðalmunurinn.
Hluta af þessu misrétti má ma. annars sjá úr þessari frétt Moggans, en atvinnurekendur túlka þetta sér í hag og matreiða að sjálfsögðu. Hér er auðvitað skattamisréttið á ferð.
- Enginn hefur haldið því fram til þessa að þessar skattabreytingar einar dugir til að bæta skaðann af misréttinu og til að kosta nauðsynlega uppbyggingu á innviðum á Íslandi.
- Stórsamtök atvinnurekenda hafa þegar bent á, að það vanti þegar um 400 milljarða til að laga þjóðvegi, hafnir og holræsi og þá er allt heilbrigðis-, skóla- og félagskerfið óneft.
,,Tekjuskattur einstaklinga skilaði 160,6 milljörðum króna í fyrra. Það er um 70% meira en árið 2009, þegar skatturinn skilaði 94,7 milljörðum. Tölurnar eru á verðlagi hvors árs.
Þetta kemur fram í greiningu Ríkisskattstjóra fyrir Morgunblaðið. Þar kemur og fram að lægsta þrepið í tekjuskattinum skilaði 150,3 milljörðum í fyrra. Til samanburðar skilaði milliþrepið 5,4 milljörðum og efsta þrepið 4,9 milljörðum. Hlutfall þessara tveggja þrepa var 3,3 og 3% af samanlögðum tekjuskatti í fyrra".
Skilar 70% meira en 2009 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 12:29 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.