Margir íslendingar og stjórnmálaflokkar eru trúgjarnir fram úr hófi.

  • Þeir eru margir á Íslandi sem trúa því að mikil sæld sé undir verndarvæng margra stórþjóða sem ráskast með fyrirbærið ESB er safnar saman völdum á einn stað er þessi herveldi stjórna.

Þar eru yfirþjóðlegar reglur settar, margar góðar en aðrar sem halda utan um viðskipta- og pólitíska hagsmuni stórra ríkja og fyrirtækja sem eru með heimilisfesti hjá þessum ríkjum.

katalónar

Þessi ríki gefa það út að þeir og ESB hugsi um þjóðlega menningu og hagsmuni fjölmargra smáþjóða í Evrópu, þjóða sem vegna ofríkis og ofbeldis öflugra hervelda í álfunni eru vistaðar innan landamæra þessara gömlu valdaríkja.

Nær alltaf tekur stjórnar apparat ESB undir hagsmuni gömlu herveldana gegn hugmyndum undirokaðra þjóða sem vilja sjálfstæði eða meira sjálfstæði.

Þessar vikurnar má sjá hvernig gamla Matritarveldi Frankós heldur við völdum sínum og ofríki gagnvart Katalónum.

Sjá má hvernig staða Skota, Walesbúa og Íra eru innan valda maskínu Englendinga í Bretlandi. Það er morgunljóst að valdið í ESB styður ekki þessar þjóðir til sjálfstæðis.

Sama má segja um Færeyjar og Grænlendinga, þessar þjóðir fengju ekki stuðning frá ESB valdinu. Ef Ísland hefði ekki þegar verið lausir við Danska yfirvaldið fengju íslendingar ekki slíkan sjálfstæðisstuðning.

ESB er auðvitað einnig herveldi þótt lítið sé látið fara fyrir því og er það í traustri samvinnu með Bandaríska herveldinu. Þar með eru það hagsmunir ESB að á Íslandi sé her frá Bandaríkjunum ef það ríki krefst þess.

Það eru auðvitað margar svona smáþjóðir í Evrópu sem eru undir hælnum á á gömlum ofbeldisríkjum og þessu ríkjasambandi sem er stjórnað er af gömlu herveldunum í Evrópu.


mbl.is Hefur ekki lýst yfir sjálfstæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband