Taugatitringur gerir vart við sig, vegna hugmynda um sykurskatt

  • Það er eðlilegt að reyna að minnka neyslu sykurs og annarra kolvetna með öllum tiltækum ráðum
    *
  • T.d. með því að skattleggja allar vörur sem innihalda sykur umfram 5%. Einnig kolvetnisríkar vörutegundir.

Áratugum saman hafa framleiðendur sykurs og ýmiskonar varnings sem inniheldur hátt hlutfall sykurs ráðið mestu í umræðunni um skaðsemi sykurs.Þeim hefur tekist að telja fólki í trú um að sykur sé ekki eins hættulegur og hann er í raun og veru.

Þessum aðilum sem einnig eru iðulegast framleiðendur annarra kolvetnisafurða eins og hveitis ásamt mörgum tegundum af kornvöru jafnvel tekist að láta neytendur trúa því að þessar vörutegundir séu hollar fólki. Í raun og veru er allt kolvetni sykur í endanlegri mynd í mannslíkamanum.

Það er staðreynd að þessi efni eru að skaða mannfólkið einkum í vesturheimi með þeim fylgisjúkdómum sem þessum efnum fylgja sérstaklega vegna neyslu sykurs og annarra kolvetnisafurða í hverskyns íblöndun í matvæli vesturlandabúa.

Vissulega er náttúrulegur sykur í óunninni mjólk (4,5%) en einnig mörg mjög mikilvæg prótein og önnur nauðsynleg efni. En súkkulaði eða gosdrykkir verða ekki að hollustuvöru þótt í sykurvörurnar sé blandað vítamínum.

Jafnvel hreinir ávaxtasafar innihalda mjög mikinn og mjög óhollan sykur og eru þeir alls ekki þeir hollustudrykkir sem framleiðendur þeirra fullyrða, þótt í þeim séu slatti að vítamínum. Þessi sykur er í engu hættuminni en hvíti sykurinn.

Síðan er saklausri fitunni kennt um allan skaðann. Það er manninum miklu eðlislægara að fá orkuna frá kjöti og fiski ásamt þeirri fitu sem fylgja þessum afurðum en frá kolvetnisríkum mjölvörum og rótarávöxtum.

Viðskiptablaðið tekur auðvitað þátt áróðri sykurframleiðenda og var drottningarviðtal við Finn Geirsson 26. desember 2010 þar sem nánast er reynt að sannfæra landsmenn um hollustu sykurs.

„ritstjorn@vb.is
Finnur Geirsson, forstjóri Nóa Siríus, segir umræðu um óhollustu sælgætis oft einhliða og beinar aðgerðir til þess að stýra neyslu fólks ekki skynsamlegar. Fólk sé ágætlega upplýst og ætti að fá að ráða því hvað það borðar, svo lengi sem varan er ekki algjörlega bönnuð“.

Mynd frá Kristbjörn Árnason.
Mynd frá Kristbjörn Árnason.

mbl.is Iðunn aðstoðar Svandísi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband