Lýðræðislegur réttur er alltaf mikilvægur en ákaflega vandmeðfarinn

  • Réttur almennings til að boða til mótmælafunda er mikilvægur

    lýðræðisréttur en að sama skapi ákaflega vandmeðfarinn.

Því þegar slíkir fundir eru haldnir fylgja gjarnan óvandaðir einstaklingar sem reyna að notfæra sér þá sem farveg fyrir eigin athyglissýki eða skemmdafýsn. Jafnvel farveg fyrir sitt persónulega hatur á einhverjum.

Ég er einn af þeim sem sótti flesta Austurvallafundina á sínum tíma sem voru ákaflega vel heppnaðir og lögreglan virtist skilja sitt eðlilega hlutverk á þessum fjöldafundum. Einnig einn af þeim fjölmörgu sem fór í vörn fyrir lögregluliðanna við Alþingishúsið.

En varð fyrir miklum vonbrigðum með vinnubrögð yfirlögreglumannsins í skýrslu sinni, jafnvel óbreyttir liðsmenn lögreglu voru ekki hrifnir af vinnubrögðum hans.

Það varð einnig ljótur leikur hjá sumum sem þarna mættu og voru virkir á þessum fundum en notfærðu sér athyglina til að ota sér áfram í pólitík. Þarna tókst þeim það óþverraverk að reka pólitískan fleyg í raðir vinstri manna á þingi.

Það mjóaði oft munu að vargarnir eyðilögðu þennan rétt almennings með skrílslátum. Ekki voru ýmsir þekktir og óþekktir barónar til fyrirmyndar þegar þeir þustu út af bjórkránum seint á síðkvöldum.

Þeir settu í raun blett á þessar heiðarlegu mótmælaaðgerðir allsgáðra kjósenda með algjörlega óhugsuðum ólátum. Þessir kónar hafa aldrei beðist afsökunar á ómennsku sinni. 

Það er fullkomlega eðlilegt að þeir sem hafa verið stjórnendur þjóðarinnar og hafa með hættulegum stjórnarháttum sínum komið almenningi og þjóðinni í voða. Finni fyrir slíkum viðbrögðum þjóðarinnar.

En vettvangur slíkra aðgerða verða að vera við starfsstöðvar þessa fólks en ekki við heimili þeirra þar sem slíkar aðgerðir bitna þá á saklausi fólki og jafnvel á börnum. Skemmdarverk eru bara glæpsamleg ómennska hvort sem það er á eigum fólks eða á fólki.

Ég er ákaflega hugsi yfir því sem lögmaðurinn sagði í sjónvarpi. Hann fór yfir strikið að mínu mati.

Mynd frá Kristbjörn Árnason.

mbl.is Ósannað hverjir voru að verki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband