10.12.2017 | 15:57
Hallærislegt bull
- Útgerðinni hefur tekist að breyta veiðigjöldunum í
tekjuskattsgreiðslur.
Bara með því að fyrirtækin skuldsetji sig, e.t.v. til að fjárfesta eða greiða arð þá aukast vaxtagreiðslur og rekstrarkostnaður eykst, við það minnka tekjutengdu veiðigjöldin sem taka þá ekkert mið af aflanum sem sóttur er á miðin á hverjum tíma.
En þessi talsmaður útgerðarinnar er ekkert að flíka því, að hyggnir útgerðarmenn vissu strax á aflaárinu hvað þeir myndu þurfa að greiða í þessi skrýtnu veiðigjöld. Þeim bar því að halda því til haga sem þeir myndu þurfa að greiða.
Taka þarf upp staðgreiðslu á þessum gjöldum og þau verði miðuð við aflaheimildir hvers árs ótengt afkomu útgerðanna, en a.m.k. tækju mið af raunverulegum afla útgerðanna í tonnum talið.
Það er hið eina heiðarlega í þessum veiðigjaldamálum og gjöldin gætu þá verið aðeins lægri og skilað þjóðinni eðlilegri arð af auðlindinni. Þá reyndi á rekstrarhæfni útgerðarmannanna.
- Útgerðin á að finna fyrir veiðigjöldunum, þau eiga að vera byrði. Annars eru þau gagnslaus sem slík.
* - Aflaheimildir á Íslandsmiðum eru mikil verðmæti sem eðlilegt er að þeir sem njóta greiði fyrir. Veiðiheimildir eru mjög eftirsóknarverð.
* - Ef útgerðin greiðir ekki fullt og eðlilegt veiðigjald má auðveldlega rökstyðja það, að greinin njóti verulegra ríkisstyrkja.
Veiðigjöldin eru orðin töluverð byrði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 18:02 | Facebook
Athugasemdir
Veiðigjöldin standa í vegi fyrir launahækkunum til sjómanna og fiskverkunarfólks.
Svo fjandinn hirði þau.
Ásgrímur Hartmannsson, 11.12.2017 kl. 16:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.