Fyrri samningar flugvirkja runnu út 31. ágúst

  • Þessi frétt sýnir svo sannarlega óbilgirni samtaka atvinnurekenda gagnvart flugvirkjum
    *
  • Viðræður hófust í júlí og ekki er á flugvirkjanna hlustað fyrr en verkfall er brostið á
    *
  • Sökin er hjá stjórnendum flugfélagsins og þeim aðilum sem höfðu samningsumboð fyrir flugfélagið á þeim deilum og ófriði sem skapast af svikum þeirra varðandi launamál flugvirkja

Halldór

  • Þeir hafa reynt að ljúga því þjóðinni að flugvirkjar eigi sök á verkfallinu

Þetta sýnir svart á hvítu að allur aukakostnaður flugfélagsins og síðan óþægindi farþega er ekki vegna kröfu flugvirkja um nýja kjarasamninga og aðgerða þeirra til að ná samningum.

flugvirkjar að störfum

Heldur er sökin öll hjá stjórnendum flugfélagsins og þeim aðilum sem höfðu samningsumboð fyrir flugfélagið.

M.ö.o. flugvirkjar hafa verið samningslausir í tæpa 4 mánuði. Samtök ferðaþjónustufyrirtækja eru aðilar að samtökum atvinnurekenda og eiga því einnig sína sök á því að til verkfalls kom. 

Það er löngu komin tími til þess að einhver gasprari frá ferðaþjónustunni hætti að koma og væla framan fólk á sjónvarps skerminum vegna ófriðar og deilna sem þeir sjálfir eiga sök á. Þetta er bara ósvífinn áróður atvinnurekenda.  

Þá sýndi þessi Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, af sér einstaka ósvíni í garð launafólks sem hann hefur ekki beðið afsökunar á.


mbl.is Ánægður með lengd samningsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband