Sannur vinstri maður

  • Ef eitthvað getur verið vandasamt í lífinu er það að lifa sem kristinn maður og sannur vinstri maður. Það er enginn fjölskyldumaður eyland í lífi sínu
    *
  • Það verður enginn hvorki vinstri maður eða kristinn sem er af sama meiði,eingöngu af lestri fræðibóka um þessi málefni eða að mæta á einhverjar samkomur

pepe

Sannur vinstri maður

Pepe hefur allt sitt líf tekið hagsmuni alþýðunnar fram yfir eigin þarfir.

Hann hefur allað tíð lifað við sömu kjör og fátækur almúginn í Úrúg­væ.

Jose Mujica eða Pepe eins og hann er kallaður hef­ur snert hjörtu margra. Þessi sann­fær­andi fyrr­um for­seti Úrúg­væ lif­ir óhefðbundnu lífi að margra mati.

Hann hef­ur haldið í sann­fær­ingu sína og auðmýkt þrátt fyr­ir mikla vel­gengni sem stjórn­mála-aðgerðasinni.


mbl.is Fátækasti forseti heims gefur 10 ráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrossabrestur

Já Þessi maður er alveg einstök manneskja, en hversu margir vinstri menn hér á Íslandi heldur þú Kristbjörn að séu eitthvað í líkingu við hann?

Hrossabrestur, 6.1.2018 kl. 23:15

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Brestur sæll, þeir eru margir. En þeir hafa fæstir farið einhverjar ábyrgðarstöður. Slíkir aðilar hafa sig sjaldan í frammi. Mundu að Pepe var baráttumaður á vettvangi og hætti lífi sínu iðulega fyrir málstaðinn.Reyndar man ég síðast eftir Ögmundi sem aldrei tók formleg laun hjá BSRB þegar hann var formaður þar. 

En síðan eru það fjölmargir sem eru að takast á við þetta verkefni lífsins án þess að sögur fari af því. 

Kristbjörn Árnason, 7.1.2018 kl. 01:26

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Það toppar enginn Pepe, svo mikið er víst. Sannur sínu og hvikar aldrei frá sannfæringunni. Glæsilegur og heill.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 7.1.2018 kl. 01:41

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Er það ekki oximoran að vera kristinn og sannur vinstri maður?

Spyr sá sem ekki veit?

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 7.1.2018 kl. 18:04

5 Smámynd: Hrossabrestur

Já Ögmundur hefur margt gott að geyma, en er ekki vandinn oft með stjórnendur og pólitíkusa að þeir eru upp til hópa án tengsla við sína grasrót og skortir oft hreinlega lífsreynslu?  

Hrossabrestur, 7.1.2018 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband