Eðlilegt er, að erlent ferðafólk greiði kostnað af veru sinni á Íslandi

  • Það ber svo undarlega við, að samkvæmt stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakopsdóttur, á ferðaþjónustan áfram að njóta ríkisstuðnings í formi lægri virðisaukaskattaskila erlendra ferðamanna á Íslandi.

farþegaflugvél

Alltaf eru að berast fréttir af gríðarlegum kostnaði ríkissjóðs og sveitarfélaga vegna þessa ferðamannastraums. Því er þetta er mjög furðulegt.

Talið er að aðeins 40 milljarðar skili sér til ríkis og sveitarfélaganna vegna ársins 2017 en kostnaður greinilega miklu meiri.

Hugmyndin er að taka upp komugjöld fyrir alla sem fara um íslenska flugvelli sem bæði erlendir ferðamenn og íslenskir greiða. Allt samkvæmt EFTA reglum.

rútubílar

Eðlilegt er að erlendir ferðamenn sem hingað koma séu ferðatryggðir.

Slík trygging stæði undir kostnaði þeirra sem lentu inn á heilbrigðis-stofnunum á Íslandi og leitarkostnaði ef það þyrfti að leita að þeim ásamt öðru tilfallandi eftir ákveðnum reglum.

Eðlilegt væri að þetta komugjald stæði einnig undir iðgjöldum fyrir slíkar tryggingar.

Það væri að sama skapi eðlilegt að slíkar tryggingar yrðu reglulega boðnar út og þá á Evrópska efnahagssvæðinu. 


Þá er auðvitað eðlilegt að ferðafólk standi undir eðlilegum vegagjöldum. Ef ekki með venjulegum virðisaukaskatti þá með því að innheimta slíkan skatta af þeim fyrirtækjum sem leigja út bíla hvort sem það væru venjulegir bílaleigubílar og eða fólksflutningabílar af öllum stærðum.

Slíkar tryggingar myndu síðan gera upp sjúkrahúskostnað og ákveðinn leitarkostnað til björgunarsveita ásamt ýmsum öðrum eðlilegum kostnaði sem upp kæmi.

Það er fullkomlega óeðlilegt að venjulegir mörlendingar standi undir verulegum kostnaði vegna erlendra ferðamanna á Íslandi og starfsemi ferðaþjónustufyrirtækja


mbl.is Mikil fjölgun í Fjaðrárgljúfri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

En hvað um þá ferðamenn sem eru íslenskir?  Skapa þeir ekki "álag á innviði"? Hvergi, þar sem ég hef komið erlendis, er gerður greinarmunur á erlendum og innlendum ferðamönnum, eða á "heimamönnum" og "aðkomumönnum." 

Ómar Ragnarsson, 11.1.2018 kl. 12:31

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Ómar minn, það er bara handavinna að láta þetta ná yfir íslendinga. Allt eftir EFTA reglum. Fullkomlega eðlilegt að komugjöld íslendinga verði einnig iðgjöld í svona tryggingar. En þessi hugmynd er ekki fullmótuð. Fékk hana í morgun þegar ég las fréttir um skuldir erlendra ferðamanna við Landspítalann. 

Væntanlega yrðu hjálparsveitir ekki jafnháðar flugeldasölu og það er kostur

Kristbjörn Árnason, 11.1.2018 kl. 12:36

3 identicon

Sammála því að erlendir ferðamenn eigi að standa undir þeim kostnaði sem af veru þeirra í landinu hlýst. Við eigum því að taka okkur Nýsjálendinga til fyrirmyndar en þeir tóku upp komugjöld á útlendinga þegar þeir koma til Nýja Sjálands. Landsmenn þurfa hins vegar ekki að borga slík gjöld þegar þeir koma aftur heim. Sjónarmið þeirra er eðlilegt og eigum við að taka það upp eftir þeim, þ.e. að þeir sem búa í landinu borga þangað skatta og fara þeir skattar m.a. til þess að viðhalda stöðum innanlands sem eru áhugaverðir. Þar af leiðandi eru heimamenn þegar búnir að borga.

Það að rukka íslendinga um komugjöld hefur ekkert með EFTA eða ESB reglur að gera. Ef þú ferð og keyrir í Evrópu þá hefur þegar fallið úrskurður í dómsmáli hjá ESB að ríkjum þar er heimilt að innheimta vegtolla af ferðamönnum umfram heimamenn á grundvelli þess að heimamenn borgi skatta til viðkomandi lands sem á að ganga til viðhalds vega. Sama ætti því að gilda um slit á ferðamannastöðum, sem ekki er hægt að skrif á annað en stóraukna komu ferðamanna til landsins. Við eigum ekkert að þurfa að borga aukalega fyrir ferðamenn til þess að þeir geti komið til landsins og ferðast hér um. Þeir eiga að borga þann kostnað sjálf.

Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 11.1.2018 kl. 12:36

4 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Sæll Sigurður, þetta eru algjörlega nýjar upplýsingar.

En öll umræða yfirvalda á Íslandi árum saman ganga út á það að ekki megi mismuna ferðafólki sem hingað kemur. Að allir eigi að sitja við sama borð. Þ.e.a.s. að ekki megi mismuna eftir þjóðernum fólki sem býr á Evrópska efnhagssvæðinu, regla sem gengist var undir 1. mars 1970 við inngöngu Íslands í EFTA

Sama vandamálið og kom upp var5ðandi neyðarlögin eftir ,,hrunið".  

Þetta er algjörlega nýr flötur á málinu ef rétt er. Kveðja

Kristbjörn Árnason, 11.1.2018 kl. 13:24

5 identicon

Kristbjörn. Ber ekki Íslands ferðaþjónustufyrirtækja-yfirmafíu og kúgandi bankaránsstjórnum skylda til þess að verja ferðamenn með siðmenntaðra réttaríkja lögverjandi ferðamanna-þjónustu, á öllum sviðum opinberrar og einkarekinnar ferðamanna-þjónustu á Íslandi? Og greiða fyrir vegaslit og gönguleiðauppbyggingu með hagnaði af stóru og freku risanna ferðaþjónustufyrirtækjum?

Það er ekki verjandi verklag, að lokka "ferða"-fólk til Íslands, og bjóða fólki svo uppá þrælahald, stórhættuleg ferðalög, og óverjandi ábyrgðarleysi mafíufyrirtækjaklíkunnar í stórmennskuklíku-geiranum glæpsamlega á Íslandi!

Þessi risaferðaþjónustu-mafíutröll íslenskra bankaræningja og aðalverktaka-klíkubræðra eru ekki undanskilin siðmenntaðra manna ábyrgð og skyldum við samfélagið og ferðafólkið varnarlausa! Svo væla þessir risar bara endalaust um afsláttar-skatt og ábyrgjast ekki einu sinni hættur og slit á vegferð ferðamanna? Væla bara endalaust í fátækum skattgreiðendum um að borga allt fyrir yfirmafíur ferðamálanna? Þetta ferðafyrirtækjanna frekjukónganna ábyrgðarleysi getur bara alls ekki talist eðlilegt á nokkurn hátt.

Þrælahaldaranna þræla/hóru-hótel eru aðalsmerki ÍSLENSKRA AÐALVERKTAKA. Það er gömul saga og ný á Íslandi! Og því miður sönn íslensk áratuganna glæpasaga mafíunnar ósnertanlegu og kúgandi! Kolkrabbagengið blómstrar ennþá á kostnað varnarlausra ferðamanna og varnarlausra heimamanna?

Þetta er Ísland í dag.

Sama gamla aðalverktaka-mafían stýrir öllu með lögmannavörðum, siðlausum og óréttlætanlegum kúgunum og hótunum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 12.1.2018 kl. 02:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband