Aumleg tilraun til að kjafta sig frá skömminni

  • Það er hreint út ótrúlegt að þingmaður til margra ára skuli bulla með þeim hætti sem Birgir Ármannsson gerði í Kastljósi nú í gærkvöld
    *
  • Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa aldrei svo ég muni axlað ábyrgð á gjörðum sínum sjálfviljugir.

Sérkennileg útlisting á pólitískri ábyrgð.

Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að pólitísk ábyrgð sé tekin með eftirfarandi hætti:

  • „Pólitísk ábyrgð er mæld með því að sjá hvort ráðherra hefur stuðning til að halda áfram, í þinginu,“ sagði Birgir
    *
     
  • „Ráðherrar eins og aðrir stjórnmálamenn þurfa líka með reglulegum hætti að ganga til kosninga. Þar getur reynt á pólitíska ábyrgð.“

Þessi útskýring er í raun algjörlega út í hött og hreint bull. Hann segir, að það þegar þingmenn Alþingis lýsa yfir vantrausti á ráðherra þýði það að einhver ráðherra taki pótíska ábyrgð á gjörðum sínum.

  • Þetta er bara bull, því þetta þýðir bara að ráðherra er hrakinn úr hlutverki sínu sem ráðherra gegn eigin vilja. Þ.e.a.s. ráðherra er ekki sjálfviljugur að axla ábyrgð á gjörðum sínum
    *
  • Sama á við ef viðkomandi ráðherra nær ekki kjöri í næstu kosningum. Þingmaður í mjög fjölmennum þingflokki axlar ekki ábyrgð á gjörðum sínum með þeim hætti og alls ekki ef viðkomandi er í fyrsta sæti á framboðslista sem fær marga menn kjörna
    *
  • Vantraustið bitnar þá fyrst og fremst þeim sem eru neðar á listanum og eru saklausir af gjörðum ráðherra.

Aðspurður hvort hann teldi að þingmenn samstarfsflokka Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn myndu styðja Sigríði ef fram kæmi vantrauststillaga svaraði Birgir: „Ég er ekki í vafa um það.“

Það er von að hann segi þetta, því ef t.d. VG styður ekki þennan ráðherra fellur stjórnin og þjóðin fær hreinræktaða hægri stjórn í landið.

Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki í vafa um að þingmenn stjórnarflokkanna styðji Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra, ef lögð verður fram vantrauststillaga á hana á Alþingi.…
RUV.IS
 

mbl.is Óskaði eftir upplýsingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband