24.1.2018 | 19:56
Frjálshyggjupostular hafa um nær 30 ára skeið reynt að stjórna starfi grunnskólanna
- Samkvæmt lögum um grunnskólann sem Alþingi samþykkti 12. júní 2008 skal meginmarkmið með starfi hans vera eftirfarandi og kemur fram hér í 2. grein laganna um grunnskólann.
Þar segir:
2. gr. Markmið.
Hlutverk grunnskóla, í samvinnu við heimilin, er að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. Starfshættir grunnskóla skulu mótast af umburðarlyndi og kærleika, kristinni arfleifð íslenskrar menningar, jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi, ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi. Þá skal grunnskóli leitast við að haga störfum sínum í sem fyllstu samræmi við stöðu og þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska, velferð og menntun hvers og eins.
Grunnskóli skal stuðla að víðsýni hjá nemendum og efla færni þeirra í íslensku máli, skilning þeirra á íslensku samfélagi, sögu þess og sérkennum, högum fólks og á skyldum einstaklingsins við samfélagið, umhverfið og umheiminn. Nemendum skal veitt tækifæri til að nýta sköpunarkraft sinn og að afla sér þekkingar og leikni í stöðugri viðleitni til menntunar og þroska. Skólastarfið skal leggja grundvöll að frumkvæði og sjálfstæðri hugsun nemenda og þjálfa hæfni þeirra til samstarfs við aðra.
Grunnskóli skal stuðla að góðu samstarfi heimilis og skóla með það að markmiði að tryggja farsælt skóla-starf, almenna velferð og öryggi nemenda.
2. gr. Markmið.
Hlutverk grunnskóla, í samvinnu við heimilin, er að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. Starfshættir grunnskóla skulu mótast af umburðarlyndi og kærleika, kristinni arfleifð íslenskrar menningar, jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi, ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi. Þá skal grunnskóli leitast við að haga störfum sínum í sem fyllstu samræmi við stöðu og þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska, velferð og menntun hvers og eins.
Grunnskóli skal stuðla að víðsýni hjá nemendum og efla færni þeirra í íslensku máli, skilning þeirra á íslensku samfélagi, sögu þess og sérkennum, högum fólks og á skyldum einstaklingsins við samfélagið, umhverfið og umheiminn. Nemendum skal veitt tækifæri til að nýta sköpunarkraft sinn og að afla sér þekkingar og leikni í stöðugri viðleitni til menntunar og þroska. Skólastarfið skal leggja grundvöll að frumkvæði og sjálfstæðri hugsun nemenda og þjálfa hæfni þeirra til samstarfs við aðra.
Grunnskóli skal stuðla að góðu samstarfi heimilis og skóla með það að markmiði að tryggja farsælt skóla-starf, almenna velferð og öryggi nemenda.
Þetta er auðvitað meginverkefni grunnskólanna, síðan er gefin út aðalnámskrá þar sem fram kemur hvernig skólinn á m.a. að ná þessum markmiðum sem best.
Þetta er verkefni kennaranna , ekki verður véfengt að íslenskir grunnskólakennarar hafa staðið sig mjög vel miðað við þær aðstæður sem þeir búa við.
Nýkjörinn formaður Félags grunnskólakennara sagði í viðtali í Kastljósi í gærkvöldi að þekking sem mæld er í PISA könnuninni gæti orðið úrelt á morgun.
Af viðtalinu við Þorgerði verður ekki merkt að hún hafi gert lítið úr þeirri þekkingu sem Písa telur sig vera að mæla.
Af viðtalinu við Þorgerði verður ekki merkt að hún hafi gert lítið úr þeirri þekkingu sem Písa telur sig vera að mæla.
- Góð menntun endist grunnskólanemendum út lífið.
- Grunnskólinn er ekki að tjalda til einnar nætur með starfi sínu með nemendum.
Þetta eru frjálshyggjusjónarmið samtaka atvinnurekenda sem Davíð básúnar hér í pistli í viðskiptakafla mbl. Þar sem Písa undrið er vegsamað enda toppurinn á áhrifum þeirrar pólitísku stefnu á heimsvísu er verulega umdeild um allan heim.
Verður lestur óþarfur á morgun? - Davíð Þorláksson - mbl.is
Á sama tíma eru grunnskólar á Íslandi bundnir af lögum sem ganga í allt aðra átt sem betur fer en ,,Písa" leggur áherslu á. Árangurinn í örfáum námsgreinum segir í raun ákaflega lítið um gæði íslenska skólakerfisins eða um menntun grunnskólanemenda.
Það þarf miklu breiðari og víðtækari könnun til að skoða það, könnun sem tekur jafnvel áratugi
Það þarf miklu breiðari og víðtækari könnun til að skoða það, könnun sem tekur jafnvel áratugi
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 23:30 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.