Talsmaður einkaframtaksins vill að ríkið styrki einkafyrirtækin

  • Á Alþingi steig fram í gær helsti talsmaður einkaframtaksins þar á bæ.
    *
  • Kvartaði hann sáran undan því að einkaframtakinu gengi illa að reka sína fjölmiðla.
    *
  • Það á væntanlega við um pólitíska fjölmiðla sem aðra sem gera út á skemmtidagskrár og afþreyingu ýmiskonar.

Óli Björn Kárason

Hann biðlaði um aukna ríkisstyrki til handa þessum fyrirtækjum. Er þýðir á mannamáli að almenningur borgaði hærri skatta til að halda úti einkrekstri á sviði fjölmiðlunar. Kallaði Óli Björn Kárason RÚV fílinn í stofunni.  

Ég man vel umræðuna þegar fjölmargir börðust fyrir afnámi einkaréttar RÚV á Útvarps- og sjónvarpsrekstri. Þessir baráttumenn töldu að ekki yrði erfitt að reka slíka fjölmiðla við hlið RÚV. Þeir sem stigu skrefið með því að opna sjónvarpsstöð vissu nákvæmlega að hverju þeir gengu.

Staðan hefur ekki breyst einkastöðvunum í óhag. Það er miklu nærtækara að benda á offjárfestingar sumra þessara aðila sem eru yfirgengilegar er síðan eiga í erfðileikum vegna skulda.

Mönnum hefur ætíð verið ljóst að RÚV yrði starfrækt áfram og það eitt takmarkaði möguleika annarra aðila í slíkum rekstri. Lang flestir þessir fjölmiðlar hafa í gegnum tíðina gerst boðberar pólitískra viðhorfa eigenda þessara fyrirtækja. Um leið hefur komið í ljós hversu ómissandi RÚV er fyrir almenning í landinu til að tryggja hlutlausan fréttaflutning.

Ef möguleikar RÚV til að selja auglýsinga er skertur verður það teljast vera beinn ríkisstuðningur við þessi einkafyrirtæki.  

En ábending Elínar Helgu Svein­björns­dótt­ur, formanns Sam­bands ís­lenskra aug­lýs­inga­stofa (SÍA), seg­ir það vera slæmt fyr­ir aug­lý­send­ur og aug­lýs­inga­stof­ur ef RÚV fari af aug­lýs­inga­markaði.

„Við mun­um ekki koma til með að ná til hluta þjóðar­inn­ar. Aug­lýs­ing­ar eru upp­lýs­ing­ar og við mun­um ekki koma þeim til alls al­menn­ings,“ seg­ir Elín Helga og tel­ur jafn­framt að það fjár­magn sem farið hafi til RÚV muni ekki sjálf­krafa fær­ast yfir á aðra fjöl­miðla þó RÚV fari af markaðnum.

„Ef við næðum í all­an þenn­an áhorf­enda­hóp á öðrum fjöl­miðlum þá vær­um við þar. Við vilj­um ná til sem flestra fyr­ir sem minnst­an pen­ing. Ef RÚV verður tekið úr kök­unni þá þarf að leita nýrra leiða eða taka þenn­an pen­ing í annað,“ seg­ir Elín Helga, sem tel­ur meiri ógn stafa af er­lend­um efn­isveit­um á borð við Net­flix, Face­book og Google held­ur en af RÚV“. 

Í þessu ljósi væri e.t.v. besta leiðin til að styrkja einkastöðvarnar, að RÚV hækkaði mjög verulega verðin á auglýsingum sem eiga að heyrast í útvarpi og sjást í sjónvarpinu. Það er aðferð hagfræðinnar.

Síðan yrði auðvitað að skoða stöðu fjölmiðla og bæta almennt, en gæta verður þess að ekki verði gert upp á milli aðila.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband