Óboðlegur málflutningur

  • Ég get ekki að því gert að mér finnst
    *
  • þessi málflutningur ráðherrans vera ansi ótrúverðulegur.

,,Sig­ríður Á. And­er­sen dóms­málaráðherra seg­ir að sér hafi orðið það ljóst eft­ir að hún bar til­lög­ur hæfnis­nefnd­ar um skip­an dóm­ara í Lands­rétt und­ir for­menn allra flokka á þingi á síðasta ári að list­inn yrði aldrei samþykkt­ur. Henni hafi í raun verið gert það ljóst í sam­töl­um við for­menn­ina".

Það er ljóst að flokkur hennar Sjálfstæðisflokkurinn hefur í áratugi reynt að tryggja það að dómarar og sýslumenn landsins séu í nánu vistabandi við flokkinn.

Það er mjög ólíklegt að þessi orð hennar geti staðist. Því þá er hún að segja að forystumenn allra flokka í Alþingi hafi metið dómaraefnin eftir flokkslegum línum. Það gengur bara ekki upp.

Hitt er örugglega rétt, að það voru flokksfélagar hennar sem gátu ekki sætt sig við tillögur hæfnisnefndarinnar. Í tillögu hæfnisnefndarinnar voru aðilar sem flokkurinn gat ekki sætt sig við af pólitískum ástæðum.

Hitt er auðvitað rétt, að með því að bera sína tillögu undir Alþingi til samþykktar eða synjunnar var afgreiðsla málsins kominn á ábyrgð Alþingis sem er æðsta vald þjóðarinnar.

En meðferð málsins í höndum hennar og flokksins fer algjörlega eftir vindi hverju sinni.

Það er löngu ljóst að tími Sigríðar Andersen sem dómsmálaráðherra er liðinn.

Það logar allt innanbúðar í VG stafnanna í milli vegna vinnubragða þessa ráðherra og þar með í ríkisstjórninni.

Í þessu máli eins og oft áður hefur komið í ljós að þeir stjórnarhættir sem hafa ríkt frá upphafi lýðveldisins ganga ekki upp.

Á Íslandi er ekki fjölskipað stjórnvald eins og í siðuðum löndum, en á Íslandi þar sem einveldi hvers flokks ríkir í þeim málaflokkum sem þeir fara með í ríkisstjórnum.

Samstarfsflokkurinn ræður hverjir eru ráðherrar yfir hverjum málaflokki fyrir sig sem þeir fara með og þeirri pólitískri línu sem þar fylgt. Svo lengi að ekki sé farið á skjön við málefnasamning ríkisstjórnar hverju sinni.

Þannig að Katrín hefur nákvæmlega ekkert vald yfir skipan Sjálfstæðisflokksins í ráðherrasæti.

Stjórnlagaráðið lagði ekki til að þessari skipan yrði breytt með nýrri stjórnarskrá. Katrín sagði í haust að hún væri eindregið fylgjandi því að á Íslandi væri fjölskipað stjórnvald.

Bútur úr gömlu pistli eftir Þórunni Sveinbjarnardóttur fyrrum umhverfisráðherra sem lýsir þessu nokkuð vel:
,,Það er að Ríkisstjórn Íslands tekur ekki sameiginlegar ákvarðanir. Hún er ekki fjölskipað stjórnvald, eins og það heitir á lagamáli. Ég er ekki frá því að þessi staðreynd sé eitt best geymda leyndarmál íslenskrar stjórnskipunar. Þetta þýðir að hver ráðherra ber sín mál – oftast án undanfarandi kynningar – inná fund ríkisstjórnar og fær þau samþykkt umorðalaust." Þórunn Sveinbjarnardóttir. (Pressan, 11. 12. 2009)

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra lagði áherslu á það á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun að það væri Alþingi sem hefði farið með ákvörðunarvaldið og skipunarvaldið þegar skipaðir voru dómarar við Landsrétt.…
STUNDIN.IS
 

mbl.is Var tilneydd til að gera breytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Hver stjórnaði vinnubrögðum ráðherrans? Þegar dómsmálaráðherra hunsar tillögur hæfnisnefndar um skipan dómara í landsrétti? Það er a.m.k. augljóst að Sigríður Á Andersen stendur ekki ein í þessum óþverra vinnubrögðum. Þingmenn og ráðherrar flokksins hafa lýst yfir stuðningi við hana í málinu.

Því ekki hafa það verið formenn allra stjórnmálaflokka á Alþingi sem hafa ekki getað sætt sig við tillögur hæfnisnefndarinnar. En mikil líkindi voru til þess að Alþingi hefði samþykkt tillögur nefndarinnar.

Kristbjörn Árnason, 31.1.2018 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband