10.2.2018 | 11:16
Maðurinn er algjörlega úti að aka.
- Sérkennilegt mál í alla staði því svo virðist sem þessi ágæti þingmaður hafi bæði bíladellu og kunni að fara í kringum reglurnar um aksturs styrki Alþingis.
Þá er alkunna að Ásmundur Friðriksson heldur úti sjónvarpsþætti þar sem hann tekur viðtöl við ýmist rétttrúað fólk í kjördæmi hans. Ekki er ólíklegt að sjónvarpsþættir hans kalli á allnokkurn akstur um kjördæmið.
,,Félagi sem ég treysti vel fyrir útreikningum enda vel að sér í margföldunartöflunni og í þríliðu, reiknaði út að Ásmundur hafi ekið sem svarar til þriggja hringja umhverfis landið í hverjum mánuði árið um kring og setið undir stýri í sem nemur þriggja og hálfsmánaðar vinnu".
Ætli kallinn hafi mátt vera að því að sinna löggjafarsamkomunni? Hann hefur væntanlega ekið um landið uppstrílaður.
Síðan kemur siðleysið fram hjá Páli ríkisstarfsmanni:
Góða fólkið er bókstaflega að ærast af vandlætingu yfir því hvað Ásmundur Friðriksson er duglegur að sinna sínu gríðarstóra kjördæmi, sem er 700 kílómetrar endanna á milli og ámóta víðfemt og Danmörk, skrifaði Páll á síðu sína í gærkvöldi".
Er nema von að illa gangi hjá Sjálfstæðismönnum að stjórna landinu ef þeir geta ekki skipulagt vinnu sína betur með kjósendum í kjördæmum sínum.
Þessir þingmenn flokksins geta örugglega haft með sér samstarf og eðlilegt skipulag þegar þeir heimsækja flokksfélaga sína og kjósendur sem gefa sig upp sem slíkir.
Greinilegt er, að fara verður yfir þessi aksturkostnaðarmál.
Það er auðvitað óeðlilegt að þingmönnum sé selt sjálfdæmi um að nota með þessum hætti skattfé launafólks ótæpilega. Það þekkist hvergi í samskiptum launafólks (sem þingmenn eru) við atvinnurekendur. Að launafólk geti farið svo frjálslega með fjármuni fyrirtækja og stofnana.
Er þingmaðurinn Ásmundur að varpa prófkjörskostnaði sínum á skattgreiðendur? Sú spurning vaknar eðlilega og er réttlætanleg. Almennan aksturskosnað þingmanna er nauðsynlegt að skoða nánar.
Þetta er farið að minna rækilega á brennivínsmálið hjá einum hæstaréttardómara um árið. Þar sem misnotkun átti sér stað samkvæmt dómi réttarins sem málið fór fyrir.
Góða fólkið er bókstaflega að ærast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 12:15 | Facebook
Athugasemdir
Mörlenskir hægrimenn eru duglegastir við að eyða fé skattborgaranna.
Þannig þykist Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðfótarflokksins, eiga heima í Norðausturkjördæmi og fær fyrir það stórfé frá ríkinu en býr í Garðabænum og hefur aldrei búið á landsbyggðinni.
Þorsteinn Briem, 10.2.2018 kl. 13:59
Mörlenskir hægrimenn vilja helst starfa hjá ríkinu, til að mynda Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri, og þeir kunna að mjólka ríkiskúna.
23.8.2007:
"Páll Magnússon útvarpsstjóri ekur um á rúmlega níu milljóna króna Audi Q7 drossíu.
Bílinn tók hann á rekstrarleigu í apríl á síðasta ári. Eftir að Ríkisútvarpinu var breytt í hlutafélag yfirtók fyrirtækið skuldbindingar vegna bílsins og greiðir 202 þúsund krónur á mánuði, miðað við tveggja ára rekstrarleigu."
Þorsteinn Briem, 10.2.2018 kl. 14:00
Hafðu það hugfast Steini Briem að það eru sósíalískir vinstri- og samsullsmenn sem vilja starfa hjá ríkinu og gera ekki neitt.
Hörður Einarsson, 10.2.2018 kl. 19:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.