Ný nálgun í kjaramálum

  • Með því að hagfræðingar komu til starfa hjá ASÍ og urðu þar allsráðandi varðandi kjaramál varð kúvending innan sambandsins er varðar umræðu um öll kjaramál.
    *
  • Nú var farið að ræða um málin með hagfræðina að leiðarljósi. Það skelfilegasta varð þegar hagfræðingar með engar rætur í hreyfingunni voru gerðir að forsetum ASÍ.
    *
  • Koleggar frá báðum aðilum á vinnmarkaði voru farnir að véla um kjaramál. Bæði frá atvinnu-rekendum og launafólki.

miðstjórn ASÍ

Ef gerðar voru sérstakar ráðstafanir vegna láglaunafólks sem gátu breytt öllu hjá fátæku fólki á íslenskan mælikvarða hreyfði það ekki kaupmáttinn upp á við í viðmiðunarvísitölum sem nokkru nam og máli skipti, þ.e.a.s. breyttu litlu í meðaltölunum.

Þótt eðlilegt sé, að vextir á venjulegum neyslu- og hverskyns rekstrarlánum séu með frjálsum vöxtum. Er jafnframt algjörlega út úr kú að grunn húsnæðislán séu með hærri vöxtum en 1,5 – 2% vöxtum enda lánin verðtryggð.

Einnig er nauðsynlegt að skoða gaumgæfulega þá vísitölu sem lán eru bundin við. En lán yfir grunn mörkum eiga að vera á frjálsum lánamarkaði.

Þá skipta ýmiskonar gjöld í heilbrigðiskerfinu, í skólakerfinu, skólagögn í grunnskólum, það að leikskólinn skuli ekki vera rekinn á sama hátt og grunnskólinn, persónuafsláttur og eitt og annað meira máli fyrir láglaunafólk en % hækkanir á launum fólks sem hefur laun við 300 þúsund á mánuði.  

Það varð ljóst í maí 1983, að það varð viðsnúningur í vaxtamálum þegar vextir í bankakerfinu voru gefnir frjálsir til viðbótar við fulla verðtryggingu húsnæðislána í sjö ár þar á undan.

ASÍ brást launafólki alvarlega einkum láglaunafólki og tók hagsmuni lífeyrissjóðanna fram yfir þetta vor. ASÍ brást einnig láglaunafólki 1998 þegar verkamannabústaðakerfið var lagt í rúst og allt félagslega húsnæðiskerfið í leiðinni. Vissulega var þörf á uppfærslu laganna en ekki að leggja það niður.

Það er rétt sem Ragnar Þór segir, en eru svo sem engin ný tíðindi, sannindi sem voru sögð strax við aðför ríkisstjórnarinnar að verklýðnum í landinu vorið 1983.

Það er ódýrara fyrir samfélagið að bæta lífskjör láglaunafólks einkum barnafólks í þeim hópi með slíkum hliðarráðstöfunum er ekki hafa áhrif á verðlag og vísitölur.

Dýrasta leiðin er sú vegferð sem farin hefur verið í síðustu 25 árin. Sem er að hreppa barnafólk í fjötra og láta það fara á hliðina vegna slakra kjara.

Afleiðingar hafa sýnt  sig í fátækt hjá fjölda fólks, afleiðingar sjást m.a. í grunn-og leikskólum en einnig í félags- og heilbrigðiskerfinu.


mbl.is „Það kostar ekkert að lækka vexti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er algengt að sagt sé að stofnanir launþega hafi brugðist þegar ætlast er til þess að fámennum hópi sé hampað á kostnað allra félagsmanna. Heimtað að þær starfi sem hjálparsamtök láglaunamanna. Sjálfur á ég erfitt með að skilja hvers vegna mitt verkalýðsfélag á að berjast fyrir meiri hækkunum fyrir einhverja aðra en mig. Og hvers vegna ég ætti að sætta mig við lægri ávöxtun lífeyrisréttinda svo minn lífeyrissjóður geti aðstoðar eitthvað láglaunafólk. Félagsmálapakkar, húsnæðiskerfi, styrkir og bætur til þeirra lægst settu eiga að vera á könnu ríkisins en ekki samtaka launþega. Félagsgjöld mín eru ekki gjafafé til öreiga og sparnaður minn er ekki ætlaður í góðgerðarstarfsemi.

Davið12 (IP-tala skráð) 11.3.2018 kl. 22:55

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

 Þú ert greinilega einstaklingshyggjumaður eða íhald Davíð 12. En það var fyrir félagslegar hugsjónir verkalýðhreyfingar sem  nútíma samfélag hefur byggst upp og þú nýtur góðs af því

Kristbjörn Árnason, 11.3.2018 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband