11.3.2018 | 17:22
Að kenna öðrum um
- Alþingismenn, ráðherrar og ýmsir opinberir ráðamenn hafa hneykslað almenning á því hvernig þessir aðilar hafa getað makað krókinn með skattfé almennings
* - Auðvitað telur fólk eðlilegt að þessir aðilar séu á góðum launum, en að það sé farið frjálslega með skattfé almennings er ólíðandi.
En fyrirkomulag á kjörum þessara aðila tekur mið af launum fyrirmanna í sjálfu atvinnulífinu. Forstjórar fyrirtækjanna og framkvæmdastjórar eru með mun hærri laun.
Einnig forystumenn samtaka atvinnurekenda og einnig forystumenn í stærstu samtökum launafólks. Þetta eru einmitt aðilar sem kasta nú grjóti út úr glerhúsi.
Ekki ætla ég að verja stjórnmálamennina og eða excel-kjöl þeirra. Hvernig þeir vinka þeim framan í forystumenn í t.d. ASÍ.
- Valdið er og á að vera hjá félagsmönnum og hjá verkalýðsfélögum þeirra í kjaramálum. Þessu vilja margir gleyma.
En það vill bara svo til, að ASÍ menn sjálfir nota excel-skjöl til að að mikla sinn árangur og hafa haft lítinn áhuga á launum fólks sem hefur minna en 300 þúsund á mánuði.
Bara í þessari grein gerir fyrrum miðstjórnarmaðurinn til margra ára í ASÍ, Guðmundur sig sekan um slíkt hið sama.
Nú fyrir örfáum dögum upplýsti eftirmaður Guðmundar núverandi formaður rafiðnaðarmanna um kjarastefnu þeirra sem fer algjörlega gegn þeirri stefnu sem nýir foringjar verkalýðsfélaga í Reykjavík boða.
Þetta er furðuleg grein, hann vill ekki viðurkenna að reiði fólks snýr fyrst og fremst að forystumönnum í ASÍ nú eins rétt eftir hrunið.
Þegar þessir miðstjórnarmenn tóku sér stöðu gegn hagsmunum launafólki í vaxta- og verðtryggingamálum. Er varð til þess að hrunið fór miklu verr með launafólk en annars hefði þurft að verða.
Guðmundur er einn þeirra sem hafa staðið að Salek fyrirbærinu sem gengur út á skerðingu á samningsfrelsi fjölmargra verkalýðsfélaga og skerðir mjög verkfallsréttinn.
Sumir eiga að hafa samningsrétt en ekki allir. Réttur opinberra verður skertur verulega ef þetta nær að ganga eftir. Ef stéttir fara í verkföll er það ekki bara launafólki um að kenna. Það koma tveir aðilar að öllum lífskjarasamn-ingum
Guðmundi ferst þetta grjótkast sitt.
Alþingismenn sem eru að misnota aðstöðu sína á að rassskella á Lækjatorgi á föstudögum kl 13:00.
Staða Gylfa aldrei verið veikari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 17:31 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.