Hótel - bossar vilja að launafólk greiði af lánum fyrirtækjanna

  • ,,Ólaf­ur Torfa­son, stjórn­ar­formaður Íslands­hót­ela, seg­ir mikl­ar launa­hækk­an­ir óraun­hæf­ar í ís­lenskri ferðaþjón­ustu". 

ferðafólk 1

Vandi þessarar atvinnugreinar er auðvitað gríðarleg skuldsetning og himinháar vaxtagreiðslur. Þá er gerð krafa um mjög miklar arðgreiðslur til hluthafa. 

Til­efnið er meðal ann­ars yf­ir­lýs­ing­ar nýrra verka­lýðsfor­ingja um að lág­launa­fólk hafi setið eft­ir.

  • „Maður heyr­ir tón­inn í nýja for­ystu­fólk­inu. Það á að beita öll­um til­tæk­um ráðum til að ná fram betri kjör­um og hærri laun­um. Auðvitað hef­ur maður áhyggj­ur af því ef langt verður gengið í þess­um efn­um.“

Vissulega er greiðsluvandi flestra hótela mikill en laun til starfsfólks eru einnig skammarlega lág. Það er bara eðlilegt að vinnulaun séu sambærileg þeim sem greidd eru í nálægum löndum.

Kr. 300 þúsund í grunnlaun eru of lág laun fyrir einstakling til að lifa á þeim, svo ekki sé talað um ef fólk er með börn í framfærslu.


Ekki var það launafólk skuldsetti þessi fyrirtæki sem eru nánast öll byggð upp í skuld. 


mbl.is Óraunhæfar launakröfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband