12.3.2018 | 07:42
Hótel - bossar vilja að launafólk greiði af lánum fyrirtækjanna
- ,,Ólafur Torfason, stjórnarformaður Íslandshótela, segir miklar launahækkanir óraunhæfar í íslenskri ferðaþjónustu".
Vandi þessarar atvinnugreinar er auðvitað gríðarleg skuldsetning og himinháar vaxtagreiðslur. Þá er gerð krafa um mjög miklar arðgreiðslur til hluthafa.
Tilefnið er meðal annars yfirlýsingar nýrra verkalýðsforingja um að láglaunafólk hafi setið eftir.
- Maður heyrir tóninn í nýja forystufólkinu. Það á að beita öllum tiltækum ráðum til að ná fram betri kjörum og hærri launum. Auðvitað hefur maður áhyggjur af því ef langt verður gengið í þessum efnum.
Vissulega er greiðsluvandi flestra hótela mikill en laun til starfsfólks eru einnig skammarlega lág. Það er bara eðlilegt að vinnulaun séu sambærileg þeim sem greidd eru í nálægum löndum.
Kr. 300 þúsund í grunnlaun eru of lág laun fyrir einstakling til að lifa á þeim, svo ekki sé talað um ef fólk er með börn í framfærslu.
Ekki var það launafólk skuldsetti þessi fyrirtæki sem eru nánast öll byggð upp í skuld.
Óraunhæfar launakröfur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 07:49 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.