9.4.2018 | 14:26
Isavia hefur ekkert dómsvald.
Ég skil ekki þessa frétt. Ég hefði haldið að Isavia hafi ekkert vald til að sekta fólk.
Þar sem þetta félag hefur ekkert dómsvald. En vissulega geta þeir sent eigendum þessara bíla rukkun fyrir að hafa notað þessi bílastæði.
Bíleigendur sýna þá kvittun fyrir að hafa greitt fyrir geymslu á sínum bíl. Slíka kvittun verður auðvitað að virða þannig að Isavia verður að takast á við þetta fyrirtæki sem fénýtir stæði flugstöðvarinnar.
RUV.IS
Isavia ætlar að sekta 63 bíleigendur sem notað hafa þjónustu BaseParking við Flugstöð Leifs Eiríkssonar vegna þess að BaseParking fyrirtækið lagði bílunum ólöglega. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia segir að ekki sé hægt að rukka BaseParking vegna þess að fyrirt....
Héldu áfram að leggja í skammtímastæðin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Facebook
Athugasemdir
Þetta er vissulega illa unnin frétt, en auk þess er aðeins misskilningur í þessu hjá þér Kristbjörn. ISAVIA hefur vissulega ekki heimild til að sekta, en getur lagt á viðbótargjald vegna langtímageymslu bíla í skammtímasvæði. Það er ekki sekt sem slík.
En varðandi það að leggja fram kvittun fyrir geysmlu hjá einhverjum örðum, þá þarf ISAVIA ekki að taka tillit til hennar. Staðreyndin er sú að bílunum var ranglega lagt á stæði hjá ISAVIA og geta þeir þá rukkað eigendur bílanna um gjald fyrir þá vörslu bílanna. Og eigendur þeirra eru ábyrgir fyrir þeirri greiðslu. Kvittun sem þeir leggja fram um að þeir hafi borgað einhverjum örðum fyrir geysmluna á sama tíma undanskylur þá ekki skyldu til að greiða þetta gjald. Það eina sem þeir geta gert er að senda lögfræðing sinn til þeirra sem gáfu þeim kvittunina um að þeir endurgreiði þeim það sem þeir þurftu að greiða fyrir stæðið hjá ISAVIA.
Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 9.4.2018 kl. 15:39
Þetta mál er ekki einfalt og mun eiga eftir að fara fyrir dómstóla. Þessir aðilar eru sagði koma bílunum fyrir á þessu bílastæði en ekki bíleigendur. Síðan er þetta fyrirtæki að rótera bílunum.
Kristbjörn Árnason, 9.4.2018 kl. 16:31
Ekki er ég að verja Isavia og því meiri samkeppni því betra en Baseparking hefur verið að stunda það að laumast til að leggja í stæðum hinna ýmsu fyrirtækja á svæðinu og hefur þeim verið hótað sektum en halda samt áfram. Þetta á ekki bara við um Isavia. Svo leggja þeir bílum á mölinni úti í hrauni stutt frá hringtorginu. Myndi aldrei treysta þeim fyrir mínum bíl sem stunda svona viðskiptahætti.
Davíð (IP-tala skráð) 10.4.2018 kl. 08:26
Hefur verið hótað að bílar verði dregnir burt ætlaði ég að segja en ekki sekta
Davíð (IP-tala skráð) 10.4.2018 kl. 08:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.