10.4.2018 | 14:42
Suma hluti má ekki segja, sérstaklega ef sannleikur er sagður
- Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra varð það á Alþingi í gær að segja nokkuð sem ekki mátti segja. En inntakið var eitthvað á þessa leið:
Þá sagði Svandís að skýringin á því að ljósmæður væru með lægri laun en hjúkrunarfræðingar væri sú að þær væru í stéttarfélagi sem væri hluti af BHM á meðan hjúkrunarfræðingar væru í eigin félagi. Það væri hins vegar ekki stjórnvalda að hafa skoðun á því fyrirkomulagi.
Ég er ekki í nokkrum vafa um að þetta er rétt mat hjá ráðherranum, ef það er rétt að ljósmæður lækki í launum við að breytast úr því að vera titluð hjúkrunarfræðingur í það að vera ljósmóðir í launaskrá Landspítalans.
Enn segir Ráðherrann:
Ég hef verið fullvissuð um það af forstjóra Landspítalans að engu öryggi sé stefnt í uppnám á Landspítalanum enda umgangast ljósmæður vinnustað sinn af fullri ábyrgð. Þannig er engin ástæða til þess, hvorki hjá háttvirtum þingmanni né öðrum, að kynda undir ugg eða óöryggi hjá foreldrum.
Ráðherra sagðist hafa beitt sér í málinu í gegnum forstjóra Landspítalans til að freista þess að gera það sem hægt væri til þess að bæta starfsumhverfi og mögulega vaktaumhverfi ljósmæðra. Spurningin er því, hvaða hagsmuni er forysta ljósmæðra að vernda?
Nú er ljósmæðrafélagið í fýlu ásamt BHM því það er mikill sannleikur sem felst í orðum ráðherrans. Vandinn sem ljósmæður og BHM stendur fyrir er auðvitað sá að hjúkrunarfræðingar eru ekki í landsamtökum og vilja ekki sameinast BHM.
Það er auðvitað hægt að sameina þessi félög án þess að gömlu félögin séu í raun lögð niður. En þetta er auðvitað gamalkunnug togstreita um félagsgjöld.
Saka ráðherra um kaldar kveðjur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 14:45 | Facebook
Athugasemdir
Það er undarlegt að eftir að ljósmæðranámið breyttist úr fagnámi í að verða framhaldsnám eftir hjúkrunarnám hafi stéttarfélagið ekki hugað að breyttum forsendum á réttindum félagsmanna. Er við "gömlu" stéttina að sakast?
Kolbrún Hilmars, 10.4.2018 kl. 16:35
Kolbrún, ég að það sé ekki við neinn að sakast. Þetta er greinilega eitthvert tilfinningamál eða jafnvel einhver pólitík ekki veit ég það. En það verður greinilega að nálgast þetta mál með öðrum hætti en gert hefur verið.
Kristbjörn Árnason, 11.4.2018 kl. 11:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.