12.4.2018 | 12:30
Forsætisráðherra upplýsir, að afnema á ,,krónu mót krónu skerðingar.
- Sannleikurinn er erfiður sumum
Einkum ef það hentar þeim ekki að hann sé ljós. Hér í fréttinni segir orðrétt:
- Hvað kjör öryrkja varðaði sagði Katrín að fram kæmi í texta fjármálaáætlunarinnar að til stæði að afnema krónu á móti krónu skerðingar. Það hefði einnig komið fram í máli Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra.
En einnig er nauðsynlegt að breyta skattkerfinu á þann veg, að þeir sem hafa tekjur yfir ákveðnum mörkum njóti ekki persónuafsláttar eða lægri skattaprósentu í tekjuskatti.
Þá er eðlilegt að allir aðilar greiði útsvar, bæði fyrirtæki og þeir sem í dag greiða bara fjármagntekjuskatta. Ekki bara launafólk.
Hvort sem þeir eru vinnandi, á eftirlaunum eða á örorkulaunum frá Tryggingastofnun. Þannig skapast svigrúm til að bæta stöðu þeirra sem draga fram lífið samkvæmt lægstu launatöxtum með verulegri hækkun á persónuafsláttum og lækka skattaprósentu lægri launa.
Það er ekki eðlilegt að launafólk sé að niðurgreiða rekstrarkostnað fyrirtækja og fjárfesta er greiða lítinn skatt af nettótekjum. Á meðan launafólk greiðir háa skatta af brúttó tekjum. Þetta eru auðvitað hrópleg rangindi.
Komdu með annan segi ég nú bara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 18:01 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.