Nú skal enn hygla þeim sem eiga miklar eignir

  • Það er auðvitað staðreynd að margt fólk á miklar eignir sem býr í borginni. Til að eignast slíkar eignir þarf fólk að hafa haft góðar tekjur í gegnum tíðina
    fálki*
  • Oft á tíðum er þetta stóreignafólk sem hefur ekki greitt útsvar af tekjum sínum nema í algjöru lágmarki
  • *
  • Iðulega atvinnurekendur og eða fjárfestar sem greiða að mestu fjármagnsskatta. Slíkir skattar eru í dag eftir nýjustu hækkanir 22% af nettótekjum. 
    *
  • Almennir tekjuskattar og útsvar launafólks er 36.94% og greitt af brúttólaunum
    *
  • Ef það væri einhver réttlætiskennd og góðmennska hjá þessu fólki, væri það nær að 67 ára eldra láglaunafólk fengi afslátt á fasteignagjöldum miðað við ákveðin launaviðmið
  • Að lækka útsvargreiðslur hjá 67 ára og eldra láglaunafólki er býr við lökustu kjörin og býr í leiguhúsnæði
    *
  • Þetta er bara hugmynd frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins um að hygla þeim skattlausu og eignamiklu enn frekar.

mbl.is Eldri borgi ekki fasteignaskatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Er gömul fuglahræða í Grafarholti. "

Segir allt um þig !

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 14.4.2018 kl. 15:32

2 Smámynd: Hörður Einarsson

Samkvæmt því sem þú segir Kristbjörn þá eru allir eftirlaunaþegar hátekjufólk, ekki satt.

Hörður Einarsson, 14.4.2018 kl. 17:53

3 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Það er rétt Birgir, að þessi afstaða mín segir ansi margt um mig.

Eftirlaunafólk er ekki allt hátekjufólk. En það sem skiptir launafólk mestu máli er útsvarsprósentan. Eftirlaunafólk er einnig launafólk. Einnig að allir íbúar sveitarfélaganna greiði útsvar. 

Það er mikill fjöldi af eftirlaunafólki sem á í miklum erfiðleikum vegna lágra launa og vegna þess að það býr í leiguhúsnæði. Þetta er fólkið sem þyrfti að fá afslátt af útsvari.

Það eru mjög margir sem greiða ekki útsvar og ef það á að fjölga þeim að óþörfu eykur það þrýstinginn á hækkun á útsvari sem launafólk eitt greiðiðir. 


Kristbjörn Árnason, 14.4.2018 kl. 18:04

4 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Eigið fé í fasteign eftir aldri

Meðaltalstölur fyrir einstaklinga

< 24 ára - 234 þ.kr.
25-29 ára - 1,5 m.kr.
30-34 ára - 4 m.kr.
35-39 ára - 6,9 m.kr.
40-44 ára - 10,6 m.kr.
45-49 ára - 14,4 m.kr.
50-54 ára - 19 m.kr.
55-59 ára - 23 m.kr.
60-66 ára - 27,7 m.kr.
67+ ára - 26,6 m.kr.

*Reiknað úr tölum Hagstofu Íslands: Skuldir, eignir og eiginfjárstaða einstaklinga eftir fjölskyldugerð, aldri og búsetu 1997-2016

Kristbjörn Árnason, 14.4.2018 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband