Erfiðir dagar hjá Sjálfstæðisflokki og hækjum hans.

  • Frá haustdögum hafa fulltrúar þessa flokks talað um óreiðu í rekstri borgarinnar og að hún sé stöðugt að safna skuldum
    *
  • Síðan kemur nú út síðasti ársreikningur núverandi borgarstjórnar. Þá kemur allt annað í ljós.

Reksturinn er samkvæmt öllum mælikvörðum mjög sterkur. Hagstætt umhverfi hjálpar auðvitað til en það gerir fjármálastjórnunin líka og hún hefur verið ábyrg.

  • Það er líka mjög ánægjulegt að bókhaldið hefur verið opnað á þessu kjörtímabili þannig að hver sem vill getur veitt því stíft aðhald
    *.
  • Þetta eru auðvitað endurskoðaður árreikningur og þar er ekkert hægt að fegra.

Eyþór hefur bullað um 15 milljarða skuld eins og hér má sjá:

Skuldirnar í borgarsjóði vaxa um 15 milljarða á síðasta ári sem er rosalegt í góðæri. Síðan sjáum við það að handbært fé í samstæðunni lækkar um 10 milljarða,“ segir Eyþór á Rúv.

Eyþór kýs að horfa framhjá þeirri staðreynd, að á síðasta ári gerði Reykjavíkurborg lífeyrissjóða skuldir sínar upp við Brú lífeyrissjóð í einu lagi.

Ekkert sveitarfélög kemst hjá þessu uppgjöri en þau gera það mishratt. Borgin er það sterk að hún gat gert þetta strax. Það væri óskandi að ríkissjóður gæti gert upp lífeyrissjóðaskuldir sínar.

Seltjarnarnesbær hefur birt sinn ársreikning og eingreiðsla til Brúar hafði þau áhrif þar að bærinn er rekinn með tapi – í góðæri.

Skólavörðustígur

Á Rúv segir Eyþór síðan:

Eyþór gagnrýnir að eignir borgarinnar eða það er að segja fyrirtækja hennar eins og Orkuveitunnar og Félagsbústaða, hafi verið endurmetnar og þær hækkaðar, það sé reiknuð stærð en ekki raunveruleg. Sem sagt verið að hækka eignir á pappírunum: „Eigum við ekki að það sé sölumálning á kosningavori. Það er verið að sölumála bílinn.“

Þetta er mjög alvarlegur rógburður. Reiknaðar stærðir á borð við fasteignir eru ekki ,,hækkaðar" sem einhver liður í því að hagræða bókhaldi vegna kosninga.
Hér ber Eyþór það á einhverja ótilgreinda aðila, væntanlega okkur í meirihlutanum, að vera að hagræða tölum vísvitandi af því að það eru að koma kosningar.

Hið rétta er að matsverð eigna breytist ár frá ári og eignir eru að hækka almennt í verði. Hið sama er að sjást í öðrum sveitarfélögum, eru þeir sem þar ráða þá líka að sölumála bíla?

Það eru löggiltir endurskoðendur sem setja upp þennan ársreikning og verður ekki viðkomið einhverjum pólitískum keilum.

Sem betur fer, er borgin óðum að ná sér eftir óstjórn Sjálfstæðisflokksins í fjármálum borgarinnar.


mbl.is Dagur og Eyþór á Þingvöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband