22.7.2018 | 18:00
Menn sáu ljósið og samningar tókust.
- Það er gott að það sé komin ákveðin lausn í kjarasamningaviðræðum ríkisins og ljósmæðra.
Það er von til þess að þetta leiði til einhverrar viðunandi framtíðarlausnar. En til þess að svo geti verið verður gerðardómurinn að komast að réttlátri lausn.
En það er morgunljóst að fara verður yfir allt launa-kerfið í heilbrigðiskerfinu og skapa verður heildstæða og gegnstæða stefnu.
Það er ljóst að markaðslaunakerfið sem stofnanasamn-ingar svo sannarlega eru. Duga ekki hjá heilbrigðis-stofnunum því slíkir samningar bjóða ævinlega upp á launamisrétti.
Þá verða kerfisbreytingar að bera með sér, að dragi úr launamisrétti í heild sinni. Að laun þeirra sem starfa á lægstu launum verði einnig leiðrétt. Þetta hefur verið mjög erfið deila sem staðið hefur óslitið frá 2015.
En ljósmæður hafa ekki haft kjarasaming í þrjú ár er skýrir kergjuna í viðræðunum. Því er það sérstaklega gleðilegt að deilan var leyst með samningum. Ekki hafa samtök atvinnurekenda í landinu hjálpað til í aftursætinu.
Þar kemur við sögu samninganefnd ljósmæðra, ríkis-sáttasemjari, heilbrigðisráðherra, forsætisráðherra, samninganefnd ríkisins ásamt Landspítalanum sjálfum.
Það er full ástæða til þess að hrósa liðsmönnum VG í ríkisstjórn og á Alþingi fyrir að þessi áfangi í málum ljósmæðra skuli nást eftir allt sem undan er gengið.
Ég leyfi mér að halda að þessi lausn hafi fundist án þess að skerða verkafallsrétt ljósmæðra hafi verið vegna þess að VG fólk m.a. hélt sleitulaust áfram við að reyna að finna nýjar leiðir og hún nú fannst á síðustu dögum.
Ég er nokkuð viss um að allar ríkisstjórnir sem ekki hefðu verið með fulltrúa VG innanborðs hefðu verið búnar að setja lög á ljósmæður, eða að minnsta kosti hótað slíku reglulega.
Ríkisstjórnin hafnaði sameiginlega öllum slíkum aðgerðum. Greinilegt er að heilbrigðiskerfið sjálft heggur á hnútinn á lokasprettinum.
- Ríkisstjórnin i heild sinni hafnaði öllum lagasetningar aðgerðum á ljósmæður.
Á von á því að ljósmæður samþykki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 18:22 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.