Falleinkunn. Það er nauðsynlegt að breyta samninganefnd ríkisins og vinnubrögðum hennar.

  • Þetta er ekki glæsileg einkunn sem samninganefnd ríkisins fær hjá Katrínu Sif formanni samninganefndar ljósmæðra nú eftir rimmu sem hefur staðið á fjórða ár.

Þessi vinnubrögð eru ekki til þess fallin til að auka virðingu fyrir fulltrúum ríkisvaldsins þegar það er í samskiptum við samtök launafólks.

Það vill svo til, að samninganefnd sveitarfélaganna haga nákvæmlega eins sem er að ástunda það, að reyna að tala niður til fulltrúa launafólks og gera lítið úr fólki þegar til umræðu eru kjaramál fólks sem starfar hjá sveitarfélögunum.

Þá má ekki gleyma vinnubrögðum samninganefndar samtaka atvinnurekenda. Þar er sami óþverra hátturinn við hafður og sífelldar ögranir í gangi..

Allar eru þessar samninganefndir virðast hafa það sem vinnulag sem er að miðstýra sem mest allri samningagerð. Þannig að gerðir eru málamyndasamningar sem almenningur veit ekkert hvað þýðir.

Síðan fara í gang markaðslaunasamningar eða stofnanasamningsgerð sem er af sama meiði. Einkenni þessara samninga eru í fyrsta lagi leynd yfir launakjörum stéttana og síðan ákveðið launamisrétti á vinnustöðum ásamt leyndarhjúp á vinnustöðum.

Hluti af því að ná eðlilegu samtali á vinnumarkaði er auðvitað er breyta þessari ómenningu sem hefur verið fylgifiskur frjálshyggjunnar á Íslandi er hófst fyrir alvöru upp úr ,,þjóðarsáttarsamningunum 1990" .

Fyrir utan þá leiðréttingu sem verður að fara fram á almennum í lífskilyrðum fólks á Íslandi.

MBL.IS
 
„Nú krossum við fingur og vonum að gerðardómur verði skipaður hratt og vel og skili góðum og réttlátum úrskurði. Ég held maður slaki ekki alveg á fyrr en þetta er alveg komið í höfn,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands.

mbl.is „Ljótustu samskipti sem ég hef átt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi harða manneskja er ekki málstað ljósmæðra til framdráttar. 

Hún gerir lítið úr samningsaðilum, fólki sem reynir að semja á fagmannlegum grunni.

Ljósmæður hafa sjálfar ansi hljótt um að hluti félaga Ljósmæðrafélagsins er með 2,2 ára nám að baki eftir gagnfræðapróf. Og að það standi til að stytta námið.

Með þessum samningum og yfirferð Gerðardóms fá vonandi þær sem hafa lagt 2 ár við hjúkrunarnámið - og ættu að vera í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga sem hjúkrunarfræðingar með framhaldsmenntun leiðréttingu. Annað er blekking og lítillækkar þessa stétt sem hefur notið virðingar. Hingað til.

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 29.7.2018 kl. 21:17

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Sigrún, ég er ekkert að ræða um ljósmæður í þessari færslu eða þeirra skólagöngu. Ég er að ræða um vinnubrögð þessara samninganefnda eins og ríkisins, sveitarfélaganna og á almennum vinnumarkaði. Það vill svo til Sigrún að ég þekki þessi vinnubrögð af eigin reynslu og veit hvernig þær vinna. Þess vegna trúi ég þessu sem Katrín Sif segir í þessu viðtali.

Ekki gleyma því, að það voru sett lög á ljósmæður 2015 og þetta er fyrsti samningurinn sem þessi stétt gerir frá þeim tíma. Slík lagasetning er ekki til eftirbreytni enda hreint ofbeldi. Það er eðlilegt að ljósmæður ráði því sjálfar hvort þær eru í sér félagi eða með öðrum. Það er félagafrelsi á Íslandi.  

Kristbjörn Árnason, 29.7.2018 kl. 22:27

3 identicon

Gott hjá þér. Nú var forðast að setja lög svo við vonumst til þess að alls réttætis verði gætt og allt verði upp á borðum. 

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 29.7.2018 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband