Eitt lítið spor í rétta átt, en meira þarf að koma til

  • Þetta er auðvitað ákveðinn áfangi, en þetta snýst ekki bara um ritföngin heldur einnig allar vinnubækur eins stílabækur og reikningsbækur eða rúðustrikaðar vinnubækur og möppur utan um vinnublöð.

álftamýrarskóli

Það hefði auðvitað verið enn jákvæðara og mikil framför ef almennt heimanám nemenda í yngri deildum a.m.k. yrði afnumið og nemendur væru þá lausir við töskuburðinn.

Í framhaldi af því væri mikilvægt að skólarnir eignuðust sjálfir þau kennslugögn sem þeir nota og væru óháður höfundarréttargjöldum.

Kennarar eru sérfræðingar í gerð kennslugagna. Slík vinna yrði þá unnin í skólunum á vegum þeirra enda hluti af kennslunni.

Þá gætu þeir miðlað því til nemenda og foreldra þeirra í tölvutæku formi. Það er algjör óþarfi að láta hin og þessi erlendu fyrirtæki maka krókinn á íslensku skólastarfi.


mbl.is Gera samning um ókeypis námsgögn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband