Það verður enginn meiri af því, að upp hefja sjálfan sig á kostnað annarra.

Dagur flísarinnar, sunnudaginn 12. ágúst.

  • ,,Hví sérð þú flísina í auga bróður þíns en tekur ekki eftir bjálkanum í auga þínu"
    *
  • Dæmisöguna ætla ég ekki að rifja upp sem er í fullu gildi nú sem fyrr og er ein af grunnstoðum sósíalismans.

Já mannlífið og pólitíkin eru skrítnar tíkur. Margt getur gerst í borginni ef það hentar ákveðnum hagsmunum. Nú er í tísku að tala illa um þá umhyggjusömu og þeir kallaðir ,,góða fólkið" og á það að vera í háðungarskyni.

heiðarleiki

Það endurtekur sig sífellt að t.d. stjórnmálamenn dulklæðast í sauðagærur og þykjast vera allt annað en þeir eru. Nú hefur slíkt gerst í borgarstjórninni.

Nú er svo komið að fulltrúar elítunar og valdsins í borginni þykjast skyndilega vera annt um okkar minnstu bræður og systur. Það eru þeir hinir sömu sem vinna ævinlega gegn hagsmunum þeirra sem bágast standa, þeir sem berjast gegn bættum kjörum fátækra.

Ég sá ástæðu til að minnast þess, að kalla má þennan dag, „Dag flísarinnar“ . En í dag rifjar ákveðinn hópur fólks upp söguna um manninn er tilheyrði æðri stétt. Er hafði notið góðrar menntunar á þess tíma mælikvarða, var í þjónustu valdsins í sínu samfélagi sem auga þess. En minnist einnig sögunar vegna fulltrúa heiðarleikans í henni.

Af þessum sökum klæddist ríki maðurinn dýrum fatnaði svo fólk sæi hversu merkilegur hann væri og hversu góðra launa hann nyti. Hann ilmaði auðvitað líka af dýrindis ilmefnum.

Hann taldi sig vera meiri mann og miklu merkilegri en einhver sauðsvartur almúgamaður er varð á vegi hans einn dag. Þjónar hans gættu þess að sá fátæki kæmi ekki of nærri.

Greinilega verkamaður á naumum kjörum klæddur slitnum og fátæklegum vinnufötum á helsta stræti borgarinnar og fór þar með veggjum. Taldist hann örugglega til óæðri stéttar, þ.e.a.s. óþekktur slitinn láglaunamaður.

Sá ríki þurfti lítið að starfa og hafði ekki sigg í lófum, en leyfði sér að sýna þeim er hann mætti óvirðingu og taldi hann vera ónytjung og vera til byrði á þjóðinni.

Hin fátæki beygði höfuð þreytilegur að sjá og var á leið til fjölskyldu sinnar með brauð frá gærdeginum til viðurværis. Maður sem vann myrkranna í milli, maður með enga rödd í samfélaginu.

Hinn ríkmannlegi og hans líkar kvörtuðu stöðugt undan of lágum launum sínum þótt þau væru margföld á það sem verkamenn nutu. Hann taldi sig vera nær almættinu og vera æðri og ætti að njóta meiri virðingar.

Þetta er niðurlag frásagnarinnar um ,,Dag flísarinnar"

Almúgamaðurinn var auðvitað fulltrúi fyrir heiðarleikann og hann stóð sína plikt og sinnti sínu fólki eftir bestu getu. Hann var bara eins og hann var í eigin persónu og reyndi ekki að sýnast vera neitt annað.

 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband