Nýr og ferskari tónn er nauðsynlegur

  • Það er mikilvægt að íslenska þjóðkirkjan boði og starfi í anda boðskapar iðnnemans forðum daga. Bæði í orði og í verki. 

dómkirkjan
Að starfsmenn kirkjunnar tali til fólks á manna máli, noti málsnið nútíma fólks svo boðskapurinn komist til skila.

Að prestar tali ekki niður til fólks eins og var plagsiður margra presta fyrir örfáum árum. Sumir gera það jafnvel enn.


Auðvitað verða prestar að hafa Nýja textamenntið í bakgrunni síns boðskapar, en það hlýtur að vera verkefni prestsins að tala inn í samtímann en að vera ekki í sífelldum skólaverkaefna lestri eins og sé verið að hlýða þeim yfir í Guðfræðideildinni. 

Hann vinnur úr boðskapnum kjarnan sem við trúum á og talar inn í viðfangsefni samtíðar sinnar á tungu almúgans í landinu.

Rétt eins og góður kirkjuleiðtogi gerði og boðaði að ætti að gera með því að nota þjóðtungu fólks í athöfnum kirkjunnar í hverju landi fyrir sig.


mbl.is Kirkjan beiti sér í álitaefnum dagsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband