31.8.2018 | 12:26
Meirihluti á Alþingi er í raun staðfestur gegn orkusölu til Evrópu
- Hverfafélög Sjálfstæðisflokksins í Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi og Hlíða- og Holtahverfi í Reykjavíkur ályktaði með eftirfarandi hætti:
Fundurinn skorar eindregið á forystu Sjálfstæðisflokksins að hafna þriðja orkupakka Evrópusambandsins á þeim grunni að hann stangast á við ákvæði stjórnarskrárinnar, opnar Evrópusambandinu leið til yfirráða yfir einni helstu auðlind Íslands og hækkar verð á raforku og afleiðingar til langs tíma eru óvissar.
Einnig var rifjað upp á fundinum ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins frá því fyrr á þessu ári þar sem hafnað var því að frekara vald yfir íslenskum orkumálum yrði fært í hendur stofnunum Evrópusambandsins.
Ef þetta viðhorf sem þessi ályktun lýsir samhljóða viðhorfum flokksins í heild sinni er ljóst að á Alþingi, er mikill meirihluti gegn því að þjóðin selji raforku gegnum sæstreng til Evrópu.
Þá liggur bara fyrir að Alþingi álykti og samþykki lög sem taka mið af þessum veruleika. Þessi skoðun er auðvitað ekkert ný með þjóðinni sem finnst nóg komið af stórum raforku samningum til erlendra aðila.
Bara til að stöðva alla tilburði Landsvirkjunar sem stöðugt vinnu að slíkri samningsgerð og í raun gegn vilja þjóðarinnar.
Flokkurinn hafni orkupakkanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.