Eiga innflutningsaðilar að fá aukabónus?

  • En óneitanlega vaknar sú spurning hver það er sem á að fá þetta fé ef dæmt yrði kaupmönnum í vil
    *
  • Tollunum hefur væntanlega verið velt út í verðlagið á vörunni strax.

Væntanlega eru það þá viðskiptavinir smávöruverslana sem hafa keypt þessar vörur er greitt hafa þessa tolla.

Ekki hefur innflutningsaðilinn greitt þá úr eigin vasa. Því verður að teljast eðlilegt að viðskiptavinirnir fái þetta endurgreitt.

En hvernig?

Með lækkuðum sköttum. En ekki að greiða tollinn tvisvar með hækkuðum verðum eins og gert var og síðan  með hækkuðum sköttum ef ríkið tapar málinu.

RUV.IS
 
Fimm innflutningsfyrirtæki hafa stefnt íslenska ríkinu fyrir dóm og krefjast samtals þriggja milljarða króna í oftekna tolla á landbúnaðarvörur. Með vöxtum stendur upphæðin nú í um fjórum milljörðum og hækkar stöðugt. Fyrirtækin telja tollana ólögmæta vegna þess að rá....

mbl.is Þegar brugðist við með breytingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ef viðkomandi fyrirtæki fær endurgreitt úr ríkissjóði (það sem það hefur þegar innheimt af viðskiptavinum) munu allir skattgreiðendur endurgreiða fyrirtækinu.  Viðskiptavinir tvisvar.
Skynsemin segir að einu sinni sé nóg og þá er gott að vita hvar ekki eigi að kaupa inn fyrir heimilishaldið.

Kolbrún Hilmars, 4.9.2018 kl. 16:02

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er ekki hægt að gera ráð fyrir öðru en að verðið á þessum vörum verið á svipuðu róli og verð á sambærilegum en ótolluðum vörum. Tollarnir hafi því fyrst og fremst lent á seljandanum.

Þorsteinn Siglaugsson, 5.9.2018 kl. 08:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband