8.9.2018 | 20:19
Flottur flugdagur án drápsvéla
- Það er fagnaðarefni að þessum herflugvélum var meinuð þátttaka í flugdeginum.
Með þátttöku þeirra hefði þessi dagur auðvitað breyst í hersýningu í rússneskum eða Bandarískum sið. Slíkur herveldastíll á ekki heima í Reykjavík.
Vonandi munu borgaryfirvöld meina erlendum herskipum að koma hér í Reykjavíkurhöfn í framtíðinni.
Ég veit að margir eru mér ósammála í þessu efni og er mér sama um það.
Því það eru enn margir sem trúa því að þessi vígtól sé hér af einstæðri fórnfýsi herveldanna til að vernda íslendinga fyrir vondum körlum úti í heimi.
,,Sérfræðingur í varnarmálum Bandaríkjanna segir að staðsetning Íslands hafi náð fyrra mikilvægi hvað öryggismál snertir vegna umsvifa Rússa í Norður-Atlantshafi. Hann segir að Íslendingar muni án efa verða meira varir við bandaríska sjóherinn í framtíðinni.
Bandarísk stjórnvöld endurræstu flotastarfsemi bandaríska sjóhersins í Norfolk fyrir tveimur vikum. Það er sá armur flotans sem sér um öryggismál Austurstrandarinnar og í Norður-Atlantshafi. Ástæðan er aukin spenna í samskiptum við Rússa".(RUV, 8.sept)
Borgin bannaði þátttöku herflugvéla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 23:39 | Facebook
Athugasemdir
Þoturnar hefðu líka getað vakið Dag og stúdentana sem voru með fylleríspartý fam undir morgun með tilheyrandi tónlistargný aðfaranótt föstudags, laugardags og sunnudags.
Vesturbæingur (IP-tala skráð) 9.9.2018 kl. 08:32
Án "drápsvélanna" væru flugvélarnar enn þá á skrúfustiginu.
Án Kanans væri Keflavíkurflugvöllur ekki til.
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 9.9.2018 kl. 15:50
Tvær þotur gera hersýningu, segirðu?
Ásgrímur Hartmannsson, 10.9.2018 kl. 18:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.