10.9.2018 | 18:03
Ný skref til framtíðar.
Nú 10. september, eru ekki bara tímamót í íslenskum stjórnmálum heldur einnig ákveðin tímamót í eilífri sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar til að geta staðið á eigin fótum.
Nú eru fyrstu skrefin stígin í síðari orkuskiptum þjóðarinnar með nýrri stefnumótun ríkisstjórnarinnar í umhverfismálum.
Nú hefst rafbílaöldin af fullri alvöru og rafvæðing skipa í höfnum landsins. En auðvitað hafa farið fram miklar málamiðlanir þegar þessi stefna er mótuð, en hún boðar samt nýja tíma og bjartari framtíð.
Hún boðar einnig nýja trú á öðruvísi framþróun þjóðarinnar byggða á nýjum stoðum en þeim sem til þessa hafa verið grundvöllur að sjálfstæði Íslands og í efnahagslífi þjóðarinnar.
Fyrra skrefið var þegar hitaveitan í Reykjavík hóf starfsemi og raforkuframleiðsla hófst á síðustu öld. Sennilega eiga þau eftir að vera miklu fleiri í framtíðinni og margar nýjar lausnir líta dagsins ljós.
Orkustofnun notar einnig þennan dag til að draga línu í sandinn og segir í raun hingað og ekki lengra í raforkusóun íslendinga. Í áratugi hefur verið farið ógætilega í þeim efnum, virkjað hefur verið ótæpilega af fyrirhyggjuleysi fyrir hagsmuni erlendra stórfyrirtækja.
Í skýrslu Orkustofnunar sem birtist í dag segir m.a. um virkjanaþörf Íslendinga 2050:
Orkustofnun telur þörf á að virkja sem samsvarar þremur Blönduvirkjunum á næstu þremur áratugum þó að engin ný stóriðja komi til. Orkuskipti í samgöngum og aukin rafnotkun auka eftirspurnina.
Sem betur fer lifi ég ekki þessa tíma því þessar virkjunarþarfir munu verða mikil inngrip inn í íslenska náttúru til viðbótar því sem þegar hefur verið gert í þágu erlendra aðila. En þessu fylgja líka ljósir punktar, s.s. ný viðspyrna.
Tæplega verða byggð fleiri stóriðjufyrirtæki í landinu í eigu útlendinga þar sem ódýr orka verður aðdráttaraflið. Vegna orkuskorts.
Tæplega verður flutt út rafmagn til annarra landa. Vegna orkuskorts.
Nú getur Landsvirkjun með þjóðina að bakhjarli gert miklu harðari atlögur að stóriðjufyrirtækjunum um stórhækkað orkuverð og greiðslur á eðlilegum sköttum til þjóðarinnar.
Þjóðin þarf að nota alla nýja orku og þá sem til fellur sjálf um ókomin ár.
Einnig þarf að breyta lögum um markmið Landsvirkjunar.
Umbylting samgöngukerfisins nálgast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bækur, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 18:05 | Facebook
Athugasemdir
Kristbjörn Árnason, 10.9.2018 kl. 18:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.