Takk fyrir jákvæð viðbrögð

  • Þetta eru viðbrögð sem ég held að þjóðin hafi vonast eftir að

    ríkisstjórnin sýndi
    *
  • Með þessum viðbrögðum er svo sannarlega brotið í blað í samskiptum

    stjórnvaldsins gagnvart þegnum þjóðarinnar. Takk
  • RUV.IS
  •  
  • Biður sakborninga og aðstandendur afsökunar
  • Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur fyrir hönd ríkisstjórnarinnar beðið fyrrverandi sakborninga í Guðmundar-og Geirfinnsmálinu, aðstandendur þeirra og aðra sem hafa átt um sárt að binda vegna málsins afsökunar á því ranglæti sem þeir hafi mátt þola. Dómur Hæsta...

mbl.is Katrín biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Fyrst hún er á annað borð byrjuð á þessu eru tugþúsundir fjölskyldna sem hafa verið reknar út af heimilum sínum vonandi næstar á dagskrá afsökunarbeiðna (og skaðabóta).

Guðmundur Ásgeirsson, 28.9.2018 kl. 16:29

2 identicon

Sæll Kristbjörn. Einlæg afsökunarbeiðni er viðleitni til að sýna samúð með þeim sviknu, vegna óverjandi óréttlætisins, sem ALLIR aðila málsins voru beittir. Líka þessa daganna feministanna "me-too" svikna konan Erla Bolladóttir!

Svikin við varnarlausa unglingstúlkuna Erlu Bolladóttur leiddu til þessara fölsku ásakana og játninga, sem framkölluð voru með svívirðilegum og óverjandi læknadópuðum, andlegum og líkamlegum pyntingum á henni, í fangklefa "réttarríkisins" lögmanna/dómara-varða.

Einu mögulegu og raunverulegu skaðabæturnar fyrir þá sem hafa verið beittir slíkum villimannslegum og óverjandi pyntingum og valdnísluofbeldi, eru þær að aðrir verði ekki beittir samskonar misnotandi valdníðslunnar villimenskuofbeldi hér eftir!

Engir peningar geta nokkurn tíma bætt svona valdníðslunnar andlegt ofbeldi sálarpyntingar. Skaðinn er óbætanlegur, þegar mannorðmorð og sálarmorð hafa verið framin af ofbeldifullri valdsstjórninni.

Biðjast fyrirgefningar af einlægni, og umfram allt að koma í veg fyrir fleiri mannorðmorð og sálarmorð.

Enginn verður af-sakaður, því sökin hefur þegar átt sér stað. Sá seki situr alltaf uppi með þá sekt í sálarfarteskinu.

Fyrirgefningar beiðni af einlægni er það eina sem sekir geta beðið um af auðmýkt og iðrun. Enginn sekur verður af-sakaður hér í jarðlífinu, þótt falsprédikarar trúarbragða-bullsins margbreytilega hafi haldið slíkri vitleysu fram í áratugi og jafnvel ótal aldir.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 28.9.2018 kl. 22:46

3 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Þig skil ég ekki Guðmundur. Ég verð bara að segja það. Þú ættir að senda ritstjóranum hér á brúðuheimilinu kröfu um slíkt. Aldrei hafur hann beðið neinn afsökunar eða sendiherrann í Bandaríkjunum. 

Anna Sigríður, ég er á þeirri skoðun að öllu þessu fólki og Erla þar með talin verður aldrei bættur skaðinn. Svo mikill er hann. En einlæg er til að biðjast afsökunar fyrir hönd ríkisvaldsins er auðvitað mjög jákvæð. Einnig sá vilji til að setja á laggirnar sáttanefnd til að reyna að bæta að einhverju marki fyrir óhæfuverkið með peningalegum skaðabótum svo þetta fólk þurfi ekki að fara í ein málaferlin enn. En slíkar bætur verða auðvitað aldrei hvorki fugl né fiskur þegar upp er staðið.

Kristbjörn Árnason, 29.9.2018 kl. 00:02

4 identicon

Kristbjörn. Hjartanlega sammála þér.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 29.9.2018 kl. 01:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband