21.10.2018 | 08:22
Þetta eru góðar fréttir sem ég hef verið að bíða eftir
,,Öryrkjabandalag Íslands og Efling stéttarfélag hafa ákveðið að berjast saman fyrir bættum kjörum. Þetta er í fyrsta sinn í áratugi sem verkalýðshreyfingin og örorkulífeyrisþegar taka höndum saman í kjarabaráttu".
Þetta þýðir í raun að Öryrkjabandalagið kemst nú í samstarf með Starfsgreinasambandinu og VR. Nú bíð ég bara eftir stuðningsyfirlýsingu frá kennurum, BSRB og BHM sem hlýtur eiginlega að fylgja í kjölfarið.
Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði og sérfræðingur hjá Eflingu, segir að lágmarkslaun verði að vera skattlaus. Ég myndi vilja orða þetta þannig, að persónu afsláttur dygði til að greiða skatta af lægstu virku launatöxtum fólks eftir 7 ára starf eða 25 ára og eldra.
Að persónuafsláttur yrði tekjutengdur.
Stjórnvöld í herferð gegn tekjulágum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 08:25 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.