Hin gamla krafa er í fullu gildi

  • Að laun verkafólks dugi fyrir þörfum þeirra.

Drífa Snædal

Í dag fögnum við kjöri Drífu Snædal í hlutverk forseta ASÍ. Það er von mín að með henni og nýju forystufólki í fjölmennustu verkalýðsfélögunum innan ASÍ blási ferskir vindar réttlætis í íslensku samfélagi er leiði til jafnari lífskjara milli stétta en verið hefur síðustu áratugi.

Einnig má geta þess, að nú hefur verið kosinn nýr formaður hjá BSRB og hjá kennarasamtökunum. Vonandi geta þessir nýju forystumenn gerst þeir brúar-smiðir sem lengi hefur verið beðið eftir til að brúa bilið  á milli launafólks á almennum vinnumarkaði  og hjá hinu opinbera.

Fyrir mig er það gleðilegt að Drífa skuli hafa verið kjörin. En fyrir sléttum 30 árum á mínu síðasta ASÍ þingi haldið í Kópavogi flutti ég tillögur að lagabreytingum í þá veru m.a. að jafna hlut karla og kvenna í miðstjórn ASÍ.  

Samþykkt var ákveðin málamiðlun um breytingar á lögum ASÍ í þessa veru. En  þessi nýju lög voru brotin strax á þessu þingi og konur sögðu ekki eitt einasta orð.  Nú sýnist mér að þetta kynja jafnréttisákvæði hafi verið eytt ú lögum ASÍ um miðstjórn þess.


mbl.is Drífa: „Róttækni er hressandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

    • Róttækni í mínum huga er að þora að segja sannleikann og standa við það sem sagt er ásamt því að hafa kjark til að krefjast leiðréttingar ef þess er þörf. Einnig, að hafa áræðni til að sigla í móti straumnum ef réttlætið krefst þess.
      *

    • Öndvert við að sigla sífelldan beytivindi eða að ganga með veggjum eins og margir gera til að styggja engann. Að sýna sífellt það atferli sem ekki styggir ráðandi aðila. Að koma sér í mjúkinn.
      *

    • En krafan um að laun verkafólks dugi fyrir þörfum þeirra hefur sennilega verið sett fram fyrir 150 árum síðan. Það þótti þá gríðarleg róttækni og hörð krafa og þykir jafnvel enn. En auðvitað eiga atvinnufyrirtæki ekki rétt á sér sem ekki geta staðið undir slíkri grundvallarkröfu.

    Kristbjörn Árnason, 27.10.2018 kl. 01:03

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband