30.10.2018 | 13:14
Varnarbarátta elítunnar
- Er vill halda í sína sérstöðu með ofurhá laun og hlutfallslega litlar skattagreiðslur til samfélagsins
* - En eru svo sannarlega í hópi þeirra sem gera mestu kröfurnar til samfélagsins.
Áróður yfirstéttarinnar hefur leitt til þess að nær allir fjölmiðlar hafa hellt sig yfir verkalýðsfélögin með órökstuddum og yfirgengilegum áróðri.
Þessi aðilar vilja óbreytt ástand, þ.e.a.s. óbreytt sérréttindi elítunnar í launa-og skattamálum.
Hagfræðingarnir sem þiggja laun og dúsur af þessum aðilum dansa algjörlega eftir vilja yfirstéttarinnar. Það hafa þeir gert með ýmiskonar fullyrðingum og ganga vissulega út frá óbreyttu samfélagi. Þeir keppast við að þjóna sínum herrum.
En hófsamar launakröfur verkalýðsfélaganna um að lágmarkslaun verkafólks nálgist örlítið markaðslaunin. Að tekið verði upp skattajafnrétti í landinu. Að vextir af nauðþurftarhúsnæði almennings beri eðlilega vexti.
Þ.e.a.s. að almenningur losni úr ánauð skatta- og bankakerfisins. Allt kröfur sem valda ekki verðbólgu ef þær verða til lífskjarajöfnunar.
Það er ekki höndum verkalýðshreyfingarinnar að viðhalda óraunhæfu markaðslaunakerfi í Landinu.
Það er algjörlega í höndum þeirra sem stjórna fyrirtækjum landsins, en það eru einmitt þeir sem skapa verðbólgu í landinu en ekki láglaunafólk. Hæstu laun verða að standa í stað eða lækka en þau lægstu að hækka. Jú vissulega sósíalísk sjónarmið.
Það er einnig mikilvægt að lækka vexti á nauðþurftar húsnæði almennings, en það kostar lagabreytingar og eykur ekki verðbólgu í landinu og heldur ekki sú bráðnauðsynlega breyting sem er að koma á skattajafnrétti í landinu.
Þetta eru í hnotskurn fram komnar kröfur verkalýðshreyfingarinnar.
Sjá grein Stefáns Ólafssonar: Hér má sjá marktækt línurit um skattaníðslu Sjálfstæðisflokksins allar götur frá því að Davíð Oddson kom í ráðuneytið
https://efling.is/2018/10/17/stora-skattatilfaerslan/
Kjaramálin ráðandi í verðbólguþróun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 23:29 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.