10.11.2018 | 12:19
Aumlegt áróðursbragð
- Könnun samtaka atvinnufyrirtækja á Íslandi er ansi grátbrosleg og varla marktæk sem opinber gögn
* - Ef slík könnun á að vera marktæk verður hún að vera gerð án þess að upplýst sé hverjir svara og gerð í samráði við verkalýðshreyfinguna.
En það er vitað að bóluhagkerfið er að láta undan einkum ef vextir hækka. Skýrasta dæmið er að bóluflugfélag gafst upp á dögunum. Í mörgum starfsgreinum mun það sama gerast þar sem öll uppbygging er byggð á lánsfé.
Þá hefur Drífa þegar bent á einn annmarka við þessa könnun. En þess ber einnig að gæta að í hverju svona fyrirtæki er starfsfólk að störfum, eðlilegt er að t.d. trúnaðarmaður verkalýðsfélagsins á hverjum vinnustað sé spurður. Einnig að viðhafðar séu fjölbreyttari spurningar til að varpa skýrari mynd á stöðuna.
Það er morgunljóst, að fyrirtæki sem ekki getur með eðlilegum hætti greitt starfsfólki laun svo dugi fyrir eðlilegum þörfum þess á að hætta störfum. Væntanlega hefur snarpur samdráttur áhrif á markaðslaunin, en það breytir því ekki að lágmarkslaunin þurfa að hækka verulega.
![]() |
Setur spurningarmerki við orð SA |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 12:28 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.