10.11.2018 | 23:27
Ekki vantar gífuryrðin
- Mér finnst Samherja forstjórinn vera heldur stóryrtur ef það er rétt sem kemur fram í þessum hluta fréttarinnar:
,,Málið var látið niður falla í tvígang. Fyrst vegna þess að heimild til að refsa lögaðilum vantaði í lögin fyrir mistök og svo vegna þess að ráðherra hafði láðst að samþykkja reglur bankans um gjaldeyrismál".
Hvaða ráðherra ætli það hafi verið?
Þetta þýðir í mínum huga, að Samherji var aldrei sýknaður af því máli sem sérstakur saksóknari og Seðlabankinn voru upphaflega að saka útgerðina um að hafa stundað.
Á endanum var Samherji sektaður en bæði héraðsdómur og Hæstiréttur töldu að í því hefði falist ólögleg endurupptaka málanna sem höfðu verið felld niður.
Samherji fór í þetta mál til að fá sektina niðurfellda og vann það mál
Samúð Bjarna hjá Samherjamönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt 11.11.2018 kl. 09:33 | Facebook
Athugasemdir
Og að draga pólitík inní þetta sýnir sjúkleika sjálfstæðismanna í stað þess að draga undanskot, millifærslur til útlanda og aðra pretti útgerðarinnar fram til sýnis. Nei, sjallar standa stíft við bakið á svindlurum og bröskurum, útgerðum með hentifána, og hampa grimmt þeim sem stela viðurværi þjóðarinnar, fisknum upp úr sjónum.- Skömm sé þeim, og Valhallarklíkunni allri. - Amen
Már Elíson, 11.11.2018 kl. 01:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.