Það skiptir máli hver er forsætisráðherra

  • Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra mun fal­ast eft­ir því við Seðlabank­ann að hann óski svara frá Kaupþingi um hvernig hann ráðstafaði 500 millj­óna evra neyðarláni sem hann fékk 6. októ­ber 2008.

Katrín Jakopsdóttir

Slík ákvörðun hefði verið nánast óhugsandi ef forsætisráðherra kæmi úr öðrum ranni. Algjörlega útilokað að forsætisráðherrar hefði komið úr gömlu valdaflokkunum á Íslandi eða einhverjum brotum úr þeim flokkum.

Í ljós hefur komið að Seðlabankinn hefur ekki einu sinni yfirsýn yfir hvernig Kaupþing notaði þessa peninga. Fram kemur að:

„End­ur­heimt­ur láns­ins nema í dag tæp­lega tveim­ur millj­örðum danskra króna. Það sam­svar­ar um 260 millj­ón­um evra eða 52% af upp­haf­legu láni. Ekki ligg­ur fyr­ir end­an­leg niðurstaða um end­ur­heimt­ur og lík­legt að eitt­hvað inn­heimt­ist í viðbót,“

Þetta er auðvitað gríðarlega alvarlegt mál. „Katrín hef­ur í hyggju að óska eft­ir því við Seðlabank­ann að hann óski svara frá Kaupþingi um ráðstöf­un um­ræddra fjár­muna“.

Það væri í fyllsta máta óeðlilegt að einhver bankaleynd ríkti um þessi mál og sérkennilegt er það, að enginn skuli hafa verið látinn sæta ábyrgð vegna þessara hluta.


mbl.is Mun krefja Kaupþing um svör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband