16.11.2018 | 15:55
Dagur íslenskrar tungu
- Íslenskan er tungumálið sem talað er í himnaríki
Segir Þórarinn Eldjárn ma. í síðasta hefti Skólavörðunnar:
Íslenska er stórmál. Engin spurning, enda er þessi yfirskrift fullyrðing. Sjálfsagt er misjafnt hvað fólki finnst og hefur fundist þar um á ýmsum tímum. Enn misjafnara eftir því hvað átt er við með mál.
Hvort það er mál í merkingunni tunga, tungumál eða mál í merkingunni atriði eða viðfangsefni. Sjálfur er ég á því að þetta sé reyndar satt á allan máta. Íslenska er mál málanna. Hjá okkur.
Þá heldur ljóðskáldið áfram og segir m.a.:
Sennilega hefur íslensk tunga aldrei verið álitin meira stórmál, eða öllu heldur ætlað stærra hlutverk en fram kemur í kenningum dr. Helga Pjeturss. Samkvæmt þeim er hún eina málið uppi á stjörnunum þangað sem við deyjum öll.
Ef þetta er rétt athugað hjá dr. Helga má ætla að hans íslenska sé þar töluð.
Þórarinn segist hafa verið svo heppinn að kynnast manni sem hafði beinan aðgang upp í himnaríki í gegnum miðilsfundi og hermdi hann skáldinu mörg tíðindi þaðan.
Fram kom í samtali við manninn , að miklu leyti virtist starfið þarna efra vera eins og eitt risavaxið námskeið í íslensku fyrir útlendinga. Það gengur bara vel sagði granni minn.
- M.ö.o. íslenskunámið hjá íslenskum þjóðkirkjuprestum er greinilega góður undirbúningur undir það sem koma skal, ef allt fer vel að lokum hér í dalnum.
Margir lesa á íslensku sér til gamans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.