28.11.2018 | 14:35
Undirstaða kapitalismans.
- Frjálshyggju lífeyrissjóðirnir eru það svo sannarlega og einnig undirstaða mikils misréttis fólks á Íslandi
* - Kvika frjálshyggjunnar var svo sannarlega strokin öfugt í Kviku-þættinum í gærkvöld.
Ragnar Þór snerti aldeilis við viðkvæmum streng er hann minntist á lífeyrissjóð verslunarmanna.
Þessa helstu undirstöðu hins íslenska kapitalismans sem lífeyrissjóðirnir eru við hlið fiskveiðiheimildanna og kerfisbundis mismununar í skattamálum.
Allt skulu þetta vera ósnertanlegir hlutar fjármagnselítunnar og skal vera undir yfirráðum hennar.
Auðvitað geta samtök launafólks sett fulltrúa sína í verkfall er starfa í stjórnum lífeyrissjóðanna rétt eins og aðra starfandi félagsmenn sem eru í verkfalli og þá einnig þá félaga sem starfa á skrifstofum þeirra.
Verkfallsvakt getur þá einnig komið í veg fyrir að aðrir stjórnarmenn gangi í þeirra verk sem eru í verkfalli.
Staðreyndin er auðvitað sú að launafólk greiðir frá 15,5% af launum sínum í sjóðina og upp í rúmann fimmtung allra launa sinna. Þetta eru óheyrilega há iðgjöld.
Eigendur fyrirtækjanna eða fjármagnseigendur greiða ekkert af þessum iðgjöldum. Auk þess greiðir launafólk öll tryggingagjöldin þar til viðbótar.
- Það eru engin lög í landinu sem geta afnumið verkfallsrétt fólks er starfar hjá þessum sjóðum, bara svo því sé komið til skila. Atvinnurekendur borga afar litla skatta sjálfir.
Var brugðið eftir ummæli Ragnars | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 21:06 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.