29.1.2019 | 15:15
Bandaríkjamenn vilja hirða olíuauðinn -- svarta gullið í Venesúela
- Nú eins og iðulegast áður virðast oftast einhverjir aftaní ossar Bandaríkjanna ráðast í hlutverk utanríkisráðherra Íslands.
Aðilar sem eru algjörlega leppar Bandaríkjanna, jafnvel þótt þar fari fyrir stjórn ógnvænlegir öfga aðilar, forystumenn þjóðar sem sýnir öðrum þjóðum óhikað vélráð sín og drápstól.
Árum saman hefur Bandarísk stjórnvöld unnið gegn Venesúela leynt og ljóst, einkum eftir að ríkisvaldið í Venesúela þjóðnýtti alla olíuvinnslu í landinu og Bandarískir hættu að geta arðrænt þjóðina eins og þeir höfðu gert.
Bandarísk stjórnvöld eru ekkert að flagga því, að langvarandi efnahagsþvinganir þeirra gagnvart Venesúela hafa m.a. orðið til þess að setja landið í þrot.
Ekki er heldur minnst á stuðning Bandaríkjastjórnar leynt og ljóst við hvers kyns undirróðursstarfsemi og skemmdarverk í landinu og nauðungar liðsafnaður herveldisins meðal nágranna Venesúela.
Það er sama hvert herveldið er, þeirra helsta einkenni sem hefur sýnt sig í veraldarsögunni sem er að kúga aðrar þjóðir til hlýðni við efnahagslega og pólitíska hagsmuni sína.
Getur það verið, að það sé sameiginleg ákvörðun núverandi ríkisstjórnar að styðja enn frekari við kúgunaraðgerðir Bandaríkjanna gagnvart Venesúela.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt 30.1.2019 kl. 05:06 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.