Ójafnaðarmaðurinn

  • Bjarni Benediktsson gumar að því, að mikið hafi verið gert til að bæta stöðu láglaunafólks í landinu í tíð núverandi ríkisstjórnar
    *
     
  • Hann hefur nú sérstakar áhyggjur af afli verkalýðshreyfingarinnar ásamt fyrirtækja samtökunum sem launafólk heldur uppi með vinnu sinni.  

Hann minnist auðvitað ekki á þá staðreynd, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur undanfarin 25 ár á tímum værukærrar forystu verkalýðshreyfingarinnar stór aukið skattaálögur á láglaunafólki.(nægir að nefna rannsóknir Stefáns Ólafssonar sem eru traustar heimildir fyrir því) En þær eru víðar.

Bjarni benediktsson 1

Á sama tíma sem flokkur Bjarna hefur minnkað skattaálögur á hálaunafólki. Einnig skapað ákveðnu fólki möguleika á að greiða aðeins þriðjung í skatta miðað við það sem launafólk greiðir.(fjármagnstekjuskatturinn)

  • Launafólk krefst leiðréttinga og réttlætis.

Afrek þau sem Bjarni tíundar  eru hreinir smámunir upp í þá leiðréttingu eins og hér má sjá: „Ég nefni aðgerðir í tengsl­um við fjár­lög yf­ir­stand­andi árs, eins og sér­staka hækk­un barna­bóta til tekju­lágra; breyt­ing­ar á per­sónu­afslætti og viðmiðun­ar­mörk­um á milli efra og neðra þreps; hækk­un at­vinnu­leys­is­bóta á síðasta ári, mjög mik­il hækk­un, sem rík­is­stjórn­in beitti sér fyr­ir; leng­ing fæðing­ar­or­lofs — allt eru þetta atriði sem snerta vinnu­markaðinn“ .

Svo ekki sé þetta borið saman við lækkun veiðigjalda sem nú þegar er búið að breyta í ákveðin tekjuskatt sem kostar samfélagið enn meira.Gjöldin látin taka mið af rekstri fyrirtækja í útgerð sem er eins misjafn og fyrirtækin eru mörg.

  • Það er fullkomlega eðlilegt að taka þrepaskiptan tekjuskatt eða það sem væri enn árangurs ríkara sem væri að taka upp þrepaskiptan persónuafslátt. 

Fyrir utan þetta hefur flokkur fjármálaráðherrans brotið niður félagslega innviði samfélagsins sem hefur bitnað illa á láglaunafólki.

Þá var það í tíð Davíðs Oddssonar sem verkamanna-bústaðakerfið lagt niður og tryggingagjöldin sem launafólk greiðir látið ganga til fyrirtækjanna.

  • Nei Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf unnið gegn hagsmunum launafólks.  

 


mbl.is Skattatillögur ASÍ auki jaðarskatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband