Það er stéttarstríð í gangi

  • Loksins hefur ASÍ losað sig við hagfræðinginn úr forystusveit sinni

  • Meðaltals menn og þríliðusérfræðingar sem aldrei ættu að koma nærri kjarabaráttu láglaunafólks.

Það ætti nú loksins öllum að vera ljóst 10 árum eftir hrun að hverskonar meðaltöl um afkomu fólks á vinnumarkaði segja aldrei sannleikann.

Drífa Snædal

Þótt laun geti verið allgóð á Íslandi að meðaltali, að þá býr nær þriðjungur fólks á óboðlegum lífskjörum. Sama má segja um skattana. Það sem talið er til skatta á Íslandi er að meðaltali ekki miklir skattar.

En skattamisréttið er samt yfirgengilegt.

Þegar fjármagnstekjuskatturinn var tekinn upp varð ljóst að stór hópur fólks myndi geta sloppið með að greiða um fjórðung af því sem launafólk átti að greiða í skatta. Eitthvað hefur dregist saman með þessum hópum eftir hrun, en jafnrétti er ekki náð.

Bjarni benediktsson 1

Þá eru lífeyrissjóðagreiðslurnar og tryggingagjöldin ekki með inn í myndinni. En þessar greiðslur eru auðvitað flatir skattar sem launafólk eitt greiðir af öllum launum sínum samkvæmt lögum og kjarasamningum þar um.

Þegar þetta er tekið inn í myndina og borið saman við skatta í nágrannalöndunum dökknar verulega yfir myndinni.

Það er ljóst og hefur lengi verið, að Sjálfstæðisflokkurinn með formann sinn sem forhleypi standa vörð um þetta misrétti. Þessi flokkur ójafnaðarfólks og valdastéttarinnar í landinu vinnur sleitulaust að því að létta álögum af eignastéttinni í landinu. Eru svo sannarlega andstæðingar almenns launafólks.

Um þetta snýst baráttan eilífa, í verkalýðshreyfingunni og í verkalýðspólitíkinni um. Nú er sem betur fer nýtt fólk komið til áhrifa í hreyfingunni er gerir nú kröfur um réttlæti og jafnrétti.

ASI.IS
 
Það er einfaldlega rangt hjá fjármálaráðherra að tillögur ASÍ leiði til hækkunar á skattbyrði meðaltekjufólks.

mbl.is Fjármálaráðherra fari með rangt mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband