4.2.2019 | 20:30
Ótrúlegur belgingur
- Það er vitað að Katrín gekk hart á eftir Loga og Samfylkingunni dögum saman eftir síðustu kosningar til að ganga með VG í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum.
Í slíkri stjórn hefðu þá verið 18 vinstrimenn á móti 16 þingmönnum hægri manna í ríkisstjórnarmeirihlutanum. Það hefði verið allt önnur staða en sú sem er í stjórnarráðinu í dag þar sem eru nú innan stjórnarmeirihlutans aðeins 11 vinstrimenn. Þannig að Samfylkingin getur ekki látið eins og hún sé alsaklaus af þessari stöðu sem kaus að starfa með ESB flokkunum á Alþingi en hunsa hagsmuni almennings.
En það er margt að varast ef farið er út í nýja aðferð til að afla fjár til að byggja upp vegakerfið á Íslandi. En einnig til tryggja að allir leggi fram sinn skerf til uppbyggingarinnar sem nota götur og vegi. Bæði íslenskir og erlendir vegfarendur.
En það er morgunljóst að félagslegar hliðar verður að hafa að leiðarljósi.
Það er auðvitað eðlilegt að allir þeir sem menga greiði eðlileg mengunar-gjöld, hvort sem það er gert í atvinnurekstri eða t.d. í bílaumferðinni, eða í flugrekstri eða geri út skip og báta. Það er bara eðlilegt.
Að sama skapi er eðlilegt að allir standi jafnir gagnvart því að byggja upp vegakerfið.
Þannig er það ekki í dag með tekjuskattskerfinu eða með útsvars-greiðslum. Það ríkir mikið skattamisrétti í landinu. Fjölmargir einstaklingar greiða mjög lítinn tekjuskatt og þá í formi fjármagnstekjuskatts. Þá greiða fyrirtækin einnig mjög lítinn tekjuskatt og ekkert útsvar.
Flutningafyrirtækin eru auðvitað alveg sér fyrirbæri sem slíta vegakerfinu oft óhóflega og jafnvel brjóta það niður með freklegri misþyrmingu.Þessi fyrirtæki taka nánast ekkert þátt í uppbyggingunni en gera um leið mestar kröfur um hraða nýbygginu vegakerfisins.
Þannig að Logi fer því miður með rangindi þegar hann telur að tekjuskatturinn geti staðið undir þessum útgjöldum og bitni síður á láglaunafólki. Það er raunin að það eru fyrst og fremst launafólk sem greiðir tekjuskatta og útsvör á Íslandi ekki hálaunafólk.
Veggjöld verst fyrir tekjulága | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 21:00 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.