Ekki geta þessi viðhorf Jóhannesar komið á óvart

  • Sömu viðhorfin uppi hjá Jó­hann­esi Þór Skúla­syni, nú fram­kvæmda­stjóra Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar og hann hafði þegar hann reyndi að misnota félög grunnskólakennara til að fara í stríð við vinstri stjórnina eftir hrunið
    *
  • Þar eru djúp hjólför eftir þennan aðila og annarra hægrimanna sem stóðu með honum og seint gengur að græða upp.

Blessaður drengurinn virðist misskilja tilgang verkalýðsfélaganna, því þeirra viðfangsefni og í raun eina verkefni er að halda utan um hagsmuni launafólks.

WOW-flugvél 1

Einkum að halda utan um og verja stöðu þess fólks er býr við lökustu kjörin í landinu. En ferðaþjónustan byggir einmitt sína afkomu á vinnu láglaunafólks, bæði innlendu og erlendu. Það er bara ekki líðandi.

Lengi hefur verið vitað um að WOW var á hraðri leið í brotlendingu, það leyndi sér ekki á niðurboðum þessa fyrirtækis á verðum fyrir þjónustu sína.

Þrot þessa fyrirtækis mun ekki hafa veruleg áhrif á efnahag landsins nú um einhverja framtíð, áhrifin eru löngu komin fram og alltaf stóð til að senda reikn-inginn á launafólk landsins. Það eru þeir sem eru skattgreiðendur á Íslandi.

Fyrirtækið var bólufyrirtæki með engar efnislegar eða peningalegar eignir og lifði á fyrir fram greiðslum fólks, skyldi bara eftir tugmilljarða skuldir sem  sumar lenda á almenningi að greiða.

Náunganum var af viðhlæjendum  sínum hrósað í hástert bæði fyrir og eftir fallið. Fram á síðustu mínútur reyndi hann að hafa fé af fólki þótt hann vissi fyrir fram að hann var að féfletta fólk.

hótel saga

Hóteleigendur og aðrir ferðaþjónustuaðilar nutu niður-boða WOW með hækkuðum verðum hjá sér. En voru auðvitað ekki tilbúnir að ganga inn í þennan rekstur þótt einir hefðu af því hagsmuni að reka þetta félag inn í framtíðina. Þeir hafa auðvitað vitað hverskonar fyrirtæki flugfélagið var.

Það er miklu frekar að þjóðin þurfi að hafa áhyggjur af hótelum í tugatali sem öll eru rekin á gríðarlegri skuldsetningu. Þess er kyrfilega gætt að ekki hlaðist upp eignir af tímabundnum arði fyrirtækjanna.

Skráðir eigendur hótelanna, eignarhaldsfélögin greiða sér strax út allan arðinn sem verður til í rekstrinum jafnóðum og koma honum fyrir undir nýjum fjárfestingum með nýjar kennitölur.

Þetta er rekstrarformið sem íslendingar fóru að kynnast eftir inngöngu Íslands í EFTA sem komst á flug með EES samningunum.  Við hrunið fór það hagkerfi á hliðina sem er raunar fastur fylgifiskur svona sjúks atvinnulífs. En þess var gætt að sem flestir þessara aðila kæmist með sem mest af fé úr landi eftir hrunið.

En atvinnulífið nú er af nákvæmlega sama meiði og það þarf ekki að hlífa því heldur að fara í skaðaminnkunaraðgerðir.


mbl.is Verkalýðshreyfingin með „ranghugmyndir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband